Margrét R. Jónasardóttir (46) lætur draum rætast:
OPNAR VERSLUN MEÐ HÖNNUNARVÖRUR FYRIR HUNDA

Voff Margrét sem er förðunarfræðingur og eigandi Make Up Store í Smáralid færir nú út kvíarnar en nýlega opnaði hún netverslun sem mun bjóða upp á fallegar og vandaðar hönnunarvörur fyrir hunda af öllum stærðum og gerðum.

Verslunin ber hið skemmtilega nafn Reykjavík Bitch & Co. og segir Margrét að henni hafi  fundist vanta vörur fyrir hundaeigendur sem vilja kaupa smart vörur sem poppa upp bæði heimili og hund.

„Þetta er búið að vera mikil vinna í langan tíma og mig langar að þakka vinkonum mínum fyrir alla hjálpina og óendanlega þolinmæði,“ segir Margrét.

Heimasíðu Reykjavík Bitch & Co. má finna hér.

capture

Séð og Heyrt elskar hunda.

Related Posts