Sannast sagna hefur þegar umdeild ímynd unga söngvarans Justin Bieber fengið sinn skell seinustu misseri. Fyrr í vikunni var hann mættur á svið ásamt módelinu Lauru Stone til að kynna skemmtiatriði fyrir Fashion Rocks tónleikana. Áhorfendur tóku honum ekki allir fagnandi og til að vinna gegn baulunum tók drengurinn upp á því að strípa sig niður og stilla sér upp til að sýna tálgaða búkinn sinn, umdeilanlega með fullmiklum rembingi.

 

Related Posts