Valgerður Guðnadóttir (40) óperusöngkona var á frumsýningu helgarinnar:

Óperan Évgení Onegin eftir Pjotr Tchaikovsky var frumsýnd á dögunum og hlaut mikið lof frumsýningargesta. Óperan er byggð á samnefndri skáldsögu í ljóðum eftir þjóðskáld Rússlands, Alexander Púshkin. Óperan hefur notið gríðarlegra vinsælda í heimalandi sínu, þar sem hún hefur verið sýnd samfellt frá því að hún var frumflutt árið 1879 í Moskvu. Óperusöngkonan Valgerður Guðnadóttir var ein af þeim sem mætti í Óperuna en frumsýningargestir létu vetur konung ekki á sig fá og klæddust litríkum og fallegum fötum og voru einkar ánægðir með sýninguna.

Framúrskarandi „Frumsýning Íslensku óperunnar á Évgení Onegin var hin glæsilegasta í alla staði. Sviðsmynd flott og búningar Maríu Ólafs algjörlega geggjaðir. Söngvarar stóðu sig allir frábærlega og mér fannst rússneski barítónsöngvarinn ákaflega flottur. Sinfóníuhljómsveitin spilaði vel að vanda og það var frábær stemning og greinilegt að fólk naut sýningarinnar enda ekki annað hægt,“ sagði Valgerður Guðnadóttir og var afar ánægð með frábært frumsýningarkvöld.

Óperan

FÍN OG FLOTT: Stórglæsileg öll saman, þau Lilja Guðmundsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Sigrún Daníelsdóttir Flóvens, Gissur Páll Gissurarson óperusöngvari, Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari og Valgerður Guðnadóttir óperusöngkona. Þau skemmtu sér konunglega og nutu hverrar mínútu.

Óperan

GLÆSILEG HJÓN: Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, og eiginkona hans, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, voru glæsileg í tilefni frumsýningarinnar.

Óperan

ÁVALLT FÁGUÐ: Hjónin Friðrik Sophusson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, mætti með eiginkonu sinni, Sigríði Dúnu Kristmundsdóttir, og voru þau í sínu fínasta pússi.

Óperan

FLOTTIR FEÐGAR: Þeir feðgarnir, Bergþór Pálsson óperusöngvari og Páll Bergþórsson veðurfræðingur voru hinir hressustu. Gaman er að segja frá því að Páll er kominn yfir níræðisaldur og er virkur á fésbókinni góðu. Geri aðrir betur.

Óperan

GLÖÐ OG FERSK: Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, var hin glaðasta og klæddist þessum skemmtilega og líflega kjól í tilefni kvöldsins.

Óperan

SILFURÞEMA: Hjónin Jóhann Hauksson fréttamaður og Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir útvarpskona voru flott á frumsýningarkvöldinu og vakti dressið hennar Ingveldar mikla lukku. En hún klæddist þessum glæsilega silfursamfesting og takið eftir handtöskunni og skónum í stíl.

Óperan

VIRÐULEGAR MÆÐGUR OG MAKI: Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, mætti með móður sinni, Katrínu Aradóttur, og eiginmanni, Kjartani Ólafssyni, í Óperuna.

Óperan

DÍVUR: Ástríður Magnúsdóttir, myndlistarmaður og listfræðingur, mætti ásamt móður sinni, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, og voru þær mæðgur í góðum félagsskap með þeim Guðrúnu Ásmundsdóttir leikkonu og Alexsöndru Chernyshova sópransöngkonu.

Óperan

FALLEG HJÓN: Hamingjan geislað af þeim hjónakornum, Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara og Höllu Oddnýju Magnúsdóttur, dagskrárgerðarkonu hjá RÚV.

Óperan

HIMINBLÁ OG FÖGUR: Eiginkona rússneska sendiherrans var íðilfögur í þessum fallega himinbláa kjól þegar hún mætti í Óperuna með eiginmanni sínum, Anton V. Vasiliev.

Óperan

FLOTTAR VINKONUR: Þær María Kristjánsdóttir leikhúsfræðingur og Agnes Löve píanóleikari voru spenntar fyrir frumsýningunni og brostu sínu blíðasta.

Óperan

HÁTÍÐLEG: Hjónin Bjarni Daníelsson, fyrrverandi óperustjóri, og Valgerður Gunnarsdóttir Schram voru full tilhlökkunar fyrir frumsýningu.

 

ÿØÿà

ÁSTFANGIN: Guðmundur H. Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður, og konan hans, Bryndís Jónsdóttir, mættu prúðbúin og alsæl á frumsýninguna. En þau kynntust fyrir rúmu ári í Nóatúni og eru ástfangin upp fyrir haus. Bryndís skartaði þessum fagurrauða kjól.

Óperan

VIRÐULEG: Sigurður Björnsson krabbameinslæknir mætti með eiginkonu sinni, Rakel Valdimarsdóttur.

Séð og Heyrt er alltaf í Hörpu.

Related Posts