Erla Gígja Þorvaldsdóttir (76), húsmóðir á Sauðárkróki, gefur út geisladisk:

Engir ellismellir „Ég hef alltaf verið viðriðin tónlist en þetta er fyrsti diskurinn sem ég gef út. Ég lærði á orgel þegar ég var unglingur og lék með Lúðrasveit Sauðárkróks í gamla daga,“ segir Erla Gígja en á dögunum kom út diskurinn Nafnið þitt sem hefur að geyma 14 frumsamin lög eftir hana.
„Þetta er brot af því besta sem ég hef samið í gegnum tíðina en elsta lagið er um 15 ára. Svo hefur þetta bara verið að koma smátt og smátt.“

Erla starfaði lengst af í mötuneytinu í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. „Ég hef mest verið að semja fyrir mig og skúffuna en auk orgelsins kann ég aðeins á píanó og nokkur vinnukonugrip á gítar.“

erla gígja

ENGINN TÚR: Erla Gígja ryður út úr sér nýjum lögum og mun árita nýja diskinn í Skagfirðingabúð í byrjun desember en hefur engin áform um að túra um landið.

Hópur valinkunnra söngvara syngur á diskinum en það eru þau Guðbrandur Ægir, Hreindís Ylva, Ingibjörg Fríða, María Ólafs, Páll Rósinkrans, Regína Ósk, Sandra Gunnars, Svavar Knútur og Þórunn Arna. Útsetningarnar voru í höndum Vilhjálms Guðjónssonar. „Vilhjálmur útsetti fyrir mig þegar ég sendi lagið Vornótt í Eurovision árið 2009. Síðan hef ég verið í sambandi við hann og hann hefur hjálpað mér mjög mikið,“ segir Erla Gígja sem kallar ekki allt ömmu sína í tónlistarbransanum.

Related Posts