Baráttan um Bessastaði:

Hermundur Rósinkranz (55), talnaspekingur og miðill, lætur sér ekki nægja að spá, heldur getur hann reiknað út framtíðina út frá fæðingardegi fólks. Hann segir að þrátt fyrir mikla hæfileika þá séu þeir sjö einstaklingar sem Séð og Heyrt nefndi sem hugsanlega forsetaframbjóðendur, bara dvergar sem Ólafur Ragnar (72) trónir yfir, líkt og Mjallhvít í ævintýrinu sígilda.

Hermundur Rósinkranz notar talnaspekina til að reikna út hver verður næsti forseti Íslands og samkvæmt útreikningum hans verður það einstaklingur sem ber örlagatöluna átta eða níu.

BERGÞÓR PÁLSSON 22.10. 1957 – NÍA:
„Við vorum fyrsta þjóðin í heiminum til að eignast samkynhneigðan forsætisráðherra og af hverju

SH1310296869_2

verðum við þá ekki fyrsta þjóðin til að eignast samkynhneigðan forseta spyrja margir en þá væri þetta orðið skrípaleikur,“ segir Hermundur. „Forsetaembættið á ekki að snúast um að eiga fyrsta þetta eða hitt í heiminum. Ég er hræddur um að ef Bergþór Pálsson byði sig fram kysu hann margir bara út af stuðningi við samkynhneigða. Ég er ekki að setja út á samkynhneigðina sem slíka en vildum við Íslendingar sjá hann sem fulltrúa okkar leiða maka sinn inn í virðulegar samkomur?“

HALLA TÓMASDÓTTIR 11.10. 1968 – NÍA:
„Ég sé ekki fyrir mér að Halla fari í framboð. Tölurnar fyrir árið hennar gefa til kynna að hún kunni að

19. júní 2008

verða í sviðsljósinu. Þó að hún sé nía er þetta ár þannig í hennar lífi að það er ekki gott fyrir hana að vera í sviðsljósinu,“ segir Hermundur.

JÓN GNARR 02.01. 1967 – ÁTTA:
„Jón Gnarr er með töluna átta og mér finnst hann ekki eiga að gefa kost af sér,“ segir talnaspekingurinn

Jón Gnarr

Hermundur. „Hann á bara að vera grínisti því tölurnar segja að hann myndi ekki valda embætti forseta Íslands.“

KATRÍN JAKOBSDÓTTIR 01.02.1976 – ÁTTA:
„Katrín Jakobsdóttir er með mjög sterkan fæðingardag sem sýnir sjálfstæði og lætur því engan vaða yfir

Viðtal - Katrín JakobsdóttirKatrín Jakobsdóttir *** Local Caption *** Viðtal

sig. Ef hún hræðist valdið og léti það hafa áhrif á sig yrði hún hins vegar ekki góður forseti. Ef hún er ekki í jafnvægi á hinu efnislega sviði þá gæti hégómagirndin kitlað hana. Hún er að fá svo mikinn stuðning að hún gæti látið slag standa,“ segir Hermundur.

KÁRI STEFÁNSSON 06.04. 1949 – SEXA:
„Kári er með mjög sérstaka tölu eða svokallaða masterstölu, 33,“ segir Hermundur. „Þeir sem eru með masterstölur fá meiri tækifæri en aðrir til að ná árangri en bera einnig miklu þyngri byrðar. Þetta er

forsetaframbjóðendur

yfirleitt fólk sem tekur að sér stór verkefni og oft er sagt um þessa einstaklinga að það borgi sig ekki að vera nálægt þeim þegar þeir reiðast því þeir geti svo sannarlega misst sig. Ég vil ekki segja það um Kára en það liggur oft á bak við þessa tölu í ættartrénu mjög skapstórt fólk eða með geðræn vandamál. Kári talar fyrir fjölskyldunni og samfélaginu og hann gæti vel hentað þarna inni en hann yrði mjög umdeildur.“

ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON 26.09. 1962 – ÁTTA:
„Ólafur Jóhann Ólafsson er átta. Ef þeir Ólafur Ragnar fara báðir fram verða það mikil átök og það mun verða mjög mjótt á munum,“ segir Hermundur. „Ólafur Jóhann hefur starfað lengi erlendis og þekkir

forsetaframbjóðendur

þann heim frá A-Ö og hann hefur sýnt Íslendingum þá virðingu að halda við tungumálinu með því aðskrifa bækur. Hann gæti fengið mikla virðingu frá þjóðinni ef hann byði sig fram. Hann mundi henta langbest í þetta af því fólki sem hefur verið talað um því hann hræðist ekki valdið.“

ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON 14.05. 1943 – NÍA:
„Ólafur Ragnar fylgir sannfæringu sinni og það er mjög sterkt í tölunni níu,“ segir Hermundur. „Ef hann

ÿØÿá [Exif

gefur kost á sér mun hann vinna kosningarnar. Ég mundi samt ætla að hann hætti. Hann er á þeim stað í kortinu sínu að hann ætti að stíga niður. Það væri gott fyrir hann sjálfan.“

ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON 08.01. 1959 – SJÖA:
„Ég get ekki séð Þorgrím Þráinsson sem forseta því hann er talan sjö og meiri félagslegur munkur ef svo

Þorgrímur ÞráinssonÞorgrímur Þráinsson, bókaskápurinn minn *** Local Caption *** skemmti

má segja þó að hann sé sprelligosi og geti haldið ræður og fyrirlestra. Hann er svolítið inni í sér og mikill pælari,“ segir Hermundur um Þorgrím sem skrifaði m.a. bókina Seinasta sjöan.

—-

Talnaspeki „Örlagatala Ólafs Ragnars er níu og það er svolítið skondið að sjá að á þessum lista að það eru þrjár níur, þrjár áttur ein sjöa og ein sexa,“ segir Hermundur. „Talan níu er kölluð kóngurinn eða drottningin eftir því hvert kyn viðfengisins er og hún hefur þennan Ghandi-eiginleika sem þýðir að hafi nían einhverja köllun í hjarta sínu þá fer hún alla leið. Það tók Ghandi 30 ár að koma Bretum út úr Indlandi en móðir Theresa var líka nía og henni entist ekki ævin til að bjarga heiminum.“
Hermundur segir eitt einkenna núvarandi forseta vera að hann stígi oft út fyrir þann hring sem hann hefur verið talinn tilheyra til að ná fram markmiðum sínum. „Ólafur Ragnar fylgir sannfæringu sinni og það er mjög sterkt í tölunni níu. Ef hann gefur kost á sér mun hann vinna kosningarnar. Ég mundi samt ætla að hann hætti. Hann er á þeim stað í kortinu sínu að hann ætti að stíga niður. Það væri gott fyrir hann sjálfan.“ Auk Ólafs Ragnars eru Bergþór Pálsson og Halla Tómasdóttir líka níur en þau hafa bæði verið orðuð sterklega við forsetaframboð í vor. Samkvæmt talnaspekingnum eru átturnar líka þrjár á listanum sem orðaður hefur verið við næsta húsbónda á Bessastaði.
„Talan átta er yfirleitt sú tala sem þarf að takast á við hinn efnislega heim, það er peningamál, stjórnun og valdið,“ segir Hermundur. „Þeir sem hafa einhvern ótta gagnvart því eða neikvæða hugsun gagnvart peningum ná aldrei tilfinningalegu jafnvægi. Þeir leita alltaf eftir samþykki og klappi á bakið líkt og Bjarni Benediktsson. Hann er átta og áttunni líður vel tilfinningalega þegar hún fær hrós eða klapp á bakið.“
Fróðlegt verður að sjá hversu nærri raunveruleikanum niðurstöðurnar úr útreikningum Hermundar verða en flestir spá því að Ólafur Ragnar tilkynni um áramótin hvort hann ætli að búa áfram á Bessastöðum eða ekki.

Lesið Séð og Heyrt allt árið!

Related Posts