Sara Lind Pálsdóttir (24) mögnuð á meðgöngunni:

 

Hin árlega tískusýning Júník (sjá myndband HÉR) var haldin með pompi og prakt á skemmtistaðnum Austur. Fyrirsæturnar voru hver annarri fallegri en samt geislaði engin eins og Sara sjálf enda gengin rúma fimm mánuði á leið.

 

Allt ferlið gekk eins og í sögu, allt frá því að stelpurnar fóru í förðun og hár og þangað til sýningin var búin,“ segir Sara Lind einn af eigendum tískuvöruverslunarinnar Júník.

Hin árlega tískusýning Júník slær ávallt í gegn og á því varð engin breyting þetta árið. Austur var fullt út að dyrum og færri komust að en vildu. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu margir mættu. Allir tóku vel í þetta og við náðum að sýna gestum allt það nýjasta í jólatískunni. Við vorum líka ánægðar með samstarfið við Reykjavík Makeup School. Þær voru með einn förðunarfræðing  á hvert módel þannig að þetta gekk hratt fyrir sig.“

Flöskuborð fyrir stelpurnar

Jólatískan þetta árið er alls ekki ósvipuð jólatískunni í fyrra að sögn Söru. „Já, „bandage“-kjólarnir halda áfram að vera vinsælir og síðan höfum við bætt við fleiri „loose“-kjólum sem eru kannski aðeins þægilegri og henta hvaða vaxtalagi sem er.“

Skvísurnar sem starfa í Júník skemmtu sér fram eftir nóttu eins og þeim einum er lagið. „Við eigendurnir keyptum flöskuborð handa starfsmönnum og það voru nokkrar flöskurnar sem fóru þar,“ segir Sara og hlær.

Sara fór þó fyrr heim heldur en samstarfskonur sínar enda á hún von á stúlkubarni þann 8. mars. „Ég var farin heim um tólfleytið enda byrjuð að fá samdráttarverki þegar líða tók á kvöldið.“

Fyrirsætur á lager

Stelpurnar sem ganga tískupallana fyrir Júník eru yfirleitt starfsfólk hjá fyrirtækinu. „Við erum með svo margar flottar stelpur í vinnu hjá okkur að við þurfum ekki að leita langt til að fá fyrirsætur. Síðan fengum við nokkrar í viðbót eins og fitness-keppandann Margréti Eddu Gnarr.“

Sara á von á sínu fyrsta barni í mars og hefur meðgangan gengið eins og í sögu. „.Ég á von á lítill stelpu og hún hefur ákveðið að vera góð við mömmu sína því ég hef varla fundið fyrir því að ég sé ólétt. Undirbúningurinn er í fullum gangi og ég er byrjuð að huga að barnaherberginu og búin að missa mig aðeins í barnafataverslunum í útlöndum. Stressið er algjörlega búið að víkja fyrir spenningnum og ég hlakka bara til að fá hana í fangið,“ segir Sara og brosir.

Related Posts