Ólafur Ólafsson er í forgangi þegar pláss losnar í 180 fm einbýlishúsi:

Ólafur Ólafsson sem afplánar dóm fyrir þátt sinn í Al-Thani málinu á Kvíabryggju kemst brátt í gufubað í fangelsinu. Í grein sem birt hefur verið á vefsíðu Kvennablaðsins kemur fram að Ólafur hefur vilyrði fyrir því að komast fyrstur inn í sérherbergi í einbýlishúsi sem er til staðar á Kvíabryggju og var fyrrum bústaður forstöðumanns fangelsisins.

Í frétt í DV árið 2010 kemur fram að um sé að ræða 180 fm einbýlishús sem breytt var í vistarverur fyrir fanga fyrir nokkrum árum síðan. Í húsinu, fyrir utan gufubaðið, sé fullbúið eldhús sem fangarnir í húsinu hafa aðgang að auk þess að hafa aðgang að netinu og farsímum sínum allan sólarhringinn.

Á LJÓSHRAÐA: Ólafur Ólafsson komst úr hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og á Kvíabryggju á ljóshraða.

Á LJÓSHRAÐA: Ólafur Ólafsson komst úr hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og á Kvíabryggju á ljóshraða.

Greinin í Kvennablaðinu er skrifuð er af Þórhildi Önnu Ævarsdóttur formanni Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Í greininni er m.a. rætt um hve skjótt Ólafur fékk inni á Kvíabryggju miðað við hve þungan fangelsisdóm hann er með á bakinu. Síðan segir:

Umræddur Ólafur fékk ansi hratt inni á Kvíabryggju en ekki nóg með það, heldur fékk hann samkvæmt heimildum Kvennablaðsins, strax loforð um að vera fyrstur inn í vist á eftirsóttasta vistunarúrræði fangelsisins, fyrrum bústað forstöðumannsins á svæðinu.”

Related Posts