Engin veit hver metsölurithöfundurinn er:

Bókin Mi briljante venninne eftir Elenu Ferrante trónir á toppi metsölulistans yfir bækur í Noregi. Elena Ferrante er hinsvegar dulnefni og engin veit í raun neitt um þennan höfund annað en að hún ku vera ítölsk.

Í umfjöllun um málið í Verdens Gang kemur fram að Ferrante hafi verið í felum síðan að fyrsta bók hennar kom út árið 1992. Hún vill alls ekki koma fram í fjölmiðlum og þrátt fyrir miklar vangaveltur víða um heiminn hefur aldrei verið upplýst hver Ferrante er í rauninni. Talsmaður forlagsins sem gefur bókina út í Noregi segir að með því að fela sig fyrir almenningi nái Ferrante algeru frelsi í skrifum sínum. Bækur hennar hafa víða hlotið mikið lof.

Mi briljante venninne er fyrsta bókin í fjögurra bóka flokki og mun sú næsta verða gefin út í haust en hinar tvær á næsta ári. Myndin sem fylgir með þessari frétt prýðir kápu bókarinnar.

Related Posts