Kvikmyndin Boyhood hefur hlotið ekkert nema stórfenglegar viðtökur úr öllum áttum. Trónir hún til dæmis með einkunnina 99% á gagnrýnendasíðunni Rotten Tomatoes. Þykir hér vera á ferðinni stórlega vel heppnuð uppeldissaga sem segir frá ungum dreng frá aldrinum 6 til 18 ára. Merkilegra er að leikstjórinn Richard Linklater tók upp myndina alla á tólf árum og sýnir þar af leiðandi lykilpersónuna og helstu leikara (þar á meðal Ethan Hawke og Patriciu Arquette) eldast hægt og rólega, í nálgun á uppvaxtarsögu sem á sér ekkert fordæmi í kvikmyndasögunni. Áhorfendur mega þess vegna gera ráð fyrir þroskasögu í orðsins fyllstu merkingu. Gætið þess þó, myndin er löng.

Boyhood verður sýnd á RIFF á næstu vikum og fer í almennar sýningar 10. október.

Related Posts