John Travolta hefur orðið oftar en einu sinni að umræðuverðum brandara, og tvisvar bara nú á þessu ári. Eins og vitað er mætti hann á Óskarinn í ár og var eitt af markmiðunum að gera grín að frægu klaufavilluna sinni frá því í fyrra, þegar hann kastaði út úr sér einkennilegri nafnaflækju og kynnti söngkonuna Idinu Menzel undir nafninu ,,Adele Dazeem.“

Travolta komst hins vegar aftur í umræðuna út af furðulegri hegðun þar sem hann birtist upp úr þurru og kyssti leikkonuna Scarlett Johansson á kinnina og þuklaði undarlega lengi á andliti Idinu Menzel þegar þau mættu saman á sviðið síðustu helgi.

Í viðtali við Jimmy Kimmel varpar Travolta þarna smáljósi á rugling sinn og segir m.a. þar að stresskast og skyndihittingur á Goldie Hawn hafi slegið hann aðeins út af laginu.

 

Related Posts