Spurt og svarað – S.O.S:
Björgvin Halldórsson, goðsögn í lifanda lífi, trekkir sem aldrei fyrr með árlegum jólatónleikum sínum og seldi alla aðgöngumiðana upp á fimm mínútum – og bætti þá bara öðrum tónleikum við. Hann svarar spurningum vikunnar.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Að leik í Hafnarfjarðarhrauni skammt fyrir ofan húsið sem ég fæddist í. Sumar og sól í heiði.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Fer eftir stemningu og mat … Annars kýs ég rauðvín frekar en hvítt.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Eftirminnilegur.

HVERNIG ER ÁSTIN?
Ástand er svipað hungri og þorsta nema ástin er endist miklu lengur. Og stundum að eilífu … Jú … stundum er hún blind.

HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Hef alveg verið blessunarlega laus við bíladellu en vil hafa bílana í lagi og þægilega. Það væri hins vegar ekki leiðinlegt að eiga hinn nýja Volvo XC90.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Náttfötum.

BUBBI EÐA SIGURRÓS?
Bubbi og Sigurrós í bland.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að sætta mig við sjálfan mig.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Faðir minn er látinn en móðir mín sem nú er 93 ára og er hress, talar mikið um hvað ég hafi verið einstaklega prúður, laglegur og stilltur sem barn.

HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?
Óþolinmæði.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Keith Richard.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Sophie’s Choice (1982).

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ – HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Boardwalk Empire.

HVERJU ERTU STOLTASTUR AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?
Öfund.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Bo.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Þegar ég gekk á ómerkta glerhurð á ónefndum veitingastað hér í borg.

HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?
Í Dúx.

BIKINÍ EÐA SUNDBOLUR?
Sundbolur.

SÍLIKON EÐA ALVÖRU?
Alvöru … ekki spurning.

 

Related Posts