Jóhanna Margrét Gísladóttir (27), dagskrárstjóri 365 miðla:

Jóhanna Margrét Gísladóttir er í erilsömu starfi sem dagskrárstjóri hjá 365 miðlum og æfir Crossfit af kappi þrátt fyrir að vera kasólétt.

ólétt

NÝGIFT: Jóhanna Margrét og Ólafur Sigurgeirsson gengu í hjónaband þann 18. ágúst í fyrra, brúðkaupsdagurinn var bjartur og fagur.

Hamingja „Meðgangan hefur gengið vel, ég hef alveg verið laus við ógleði en ég er þreyttari en áður, ég finn það vel. Ég var alveg orkulaus fyrstu mánuðina, það þarf mikla orku til að búa til barn,“ segir Jóhanna Margrét sem á von á sínu fyrsta barni í byrjun júní.

Eldri og reyndari konur eru oftar en ekki tilbúnar til að deila reynslu sinni til yngri kvenna sem eru að ganga með í fyrsta sinn, hvort sem óskað er eftir því eða ekki.

„Mamma er dugleg að banna mér sitt lítið af hverju; hún er til dæmis gallhörð á því að ís úr vél sé bráðóhollur fyrir ófrískar konur en ég hef nú alveg komið við í Ísbúð Vesturbæjar og fengið mér ís og ekki orðið meint af. Svo voru miklar pælingar um kyn barnsins, pendúl sveiflað og ég skoðuð í bak og fyrir. Þær höfðu nú rangt fyrir sér, þetta er sprækur drengur og það er von á honum í júní.“

Sú ímynd að ófrískar konur hafi óseðjandi löngun í furðulegan mat á meðgöngu er lífsseig og sagðar tröllasögur af konum sem borða jalapeno með rjóma og sultu og annað eftir því.

„Ég hef ekki enn sent eiginmanninn eftir einhverju furðulegu um miðjar nætur. Súkkulaðið hefur samt vikið fyrir snakki og frönskum kartöflum.“

Það er samt engin hætta á að snakkið hafi mikil áhrif á þyngd Jóhönnu því að hún æfir Crossfit af miklum krafti. „Það eru alltaf nokkrar ófrískar á æfingu. Æfingarnar eru aðlagaðar að getu og þetta er í samráði við lækna. Það eru margar sem æfa fram á síðasta dag og finnst það hafa hjálpað í fæðingunni. Ég er önnur í vinhópnum til að verða ólétt, við vinkona mín erum að vonast til þess að ná því að vera saman í fæðingarorlofi að hluta til,“ segir Jóhanna sem situr ekki við prjónana: „Tengdamamma er byrjuð að prjóna, þetta er fyrsta barnabarnið hennar og allir orðnir spenntir.“

ólétt

LÍTILL GAUR Á LEIÐINNI: Jóhanna og eiginmaður hennar eiga von á sínu fyrsta barni í byrjun júní.

Séð og Heyrt – alltaf á staðnum!

Related Posts