Elín María Björnsdóttir (42) sérfræðingur var ánægð með útgáfuboðið:

Útgáfuboð var haldið í tilefni bókarinnar 7 venjur til árangurs í Pennanum Eymundsson í Smáralind á dögunum. FranklinCovey á Íslandi er útgefandi bókarinnar. FranklinCovey er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í bættri frammistöðu vinnustaða. Elín María Björnsdóttir er sérfræðingur á heimsvísu í fræðunum á vegum höfuðstöðvana sem og hér á Íslandi. Guðrún Högnadóttir þýddi 7 venjur til árangurs sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu.

ÁRANGUR ,,7 venjur til árangurs eftir Stephen R. Covey er tímalaus metsölubók sem hefur fangað hug og hjörtu lesenda í meira en 25 ár. Bókin er ein áhrifamesta og mest selda bók um stjórnun, persónulega forystu og árangur frá upphafi og hefur selst í meira en 25 milljónum eintaka og trónir enn á topp 10 lista NY Times yfir metsölubækur og við erum mjög stoltar af nýjustu afurð okkar,” segir Elín María.

Bók 7 Venjur

GLÆSILEIKI: Mæðgurnar saman í tilefni dagsins, Elín María Björnsdóttir og dóttir hennar Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir.

Efnt til útgáfuboðs

,,Við stóðum fyrir útgáfuboði af þessu tilefni og var mætingin með besta móti og gleðin var í fyrirrúmi í tilefni dagsins.” Elín María segir jafnframt að 7 venjur til árangurs komi út í íslenskri þýðingu í tilefni 25 ára afmælis bókarinnar. Í bókinni má finna sígild heilræði um árangursríka forystu fyrir alla þá sem vilja hvetja og veita öðrum innblástur. Og mæla þær Elín María og Guðrún eindregið með að allir sem vilji ná árangri á einhverjum sviðum tryggi sér eintak.

Bók 7 Venjur

DUGNAÐUR: Elín María og Guðrún Högnadóttir ánægðar með afraksturinn og útgáfu bókarinnar.

Bók 7 Venjur

ELJA: Guðrún hampar fyrsta eintakinu glöð í bragði með eiginmanni sínum, Kristni Tryggva Gunnarssyni.

Bók 7 Venjur

FJÖLDI: Margir komu og samglöddust aðstandendum bókarinnar í útgáfuboðinu, meðal annars Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Guðríður Ingibjörg Arnardóttir, Liv Bergþórsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.  

د؇̩Exif

VIRÐULEG: Þau voru glaðbeitt Kristinn Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Snævarr og Sigríður nældi sér að sjálfsögðu í eintak.

 

Séð og Heyrt les bækur.

 

Related Posts