Díana prinsessa var þekkt fyrir glæsilegan stíl og vakti athygli hvar sem hún kom. Hún ögraði oft bresku krúnunni með fatnaði sínum og framkomu en kippti sér ekki upp við þá gagnrýni.

 

Diana-1982-Pregnant-23Jul13-PA_b_592x888

BJÚTÍ Í BLEIKU: Díana glæsileg, komin níu mánuði á leið, tvítug að aldri.

Diana-1982-William-23Jul13-PA_b_592x888

DOPPÓTT: Flott í doppóttu á tröppunum á St Mary‘s-spítalanum með Vilhjálm prins í fanginu. Katrín hertogaynja var ekki í ósvipuðum kjól eftir Jenny Packham þegar hún sýndi heimsbyggðinni Georg litla.

Diana-1983-Octopussy-23Jul13-Rex_b_592x888

DÝR: Díana flott í kjól eftir Hachi á frumsýningu James Bond-myndarinnar Octopussy árið 1983. Kjóllinn var seldur fyrir 12 milljónir á uppboðshúsi Christies.

Diana-1985-Bond-23Jul13-Getty_b_592x888

GULLFALLEG Í GYLLTU: Stórglæsileg í gylltum Bruce Oldfield-kjól á frumsýningu Bond-myndarinnar A View To A Kill.

Diana-1985-Travolta-23Jul13-PA_b_592x888

Í SVEIFLU MEÐ TRAVOLTA: Undurfögur í bláum Victor Edelstein-kjól að dansa við John Travolta í málsverði í Hvíta húsinu. Kjóllinn seldist árið 2013 á Kerry Taylor-uppboði fyrir 49 milljónir. Maðurinn sem keypti hann vildi gleðja konuna sína og keypti því þennan fræga kjól.

Diana-1988-stripe-23Jul13-Getty_b_592x888

BROSANDI: Brosmild í röndóttu á ferð sinni um Ástralíu árið 1988.

Diana-1989-Bruce-Oldfield-23Jul13-PA_b_592x888

RAUÐUR FER HENNI VEL: Falleg í rauðum Bruce Oldfield-kjól í London árið 1989.

Diana-1990-Catherine-Walker-23Jul13-Rex_b_592x888

GEGGJUÐ Í GRÆNU: Flott í grænum Catherine Walker-kjól að koma á The Royal Lancaster-hótelið í London. Kjóllinn vakti mikið umtal, enda með háa klauf og flegið hálsmál.

Diana-1990-Royal-Albert-Hall-23Jul13-PA_b_592x888

EINSTÖK: Sumarlegur silkikjóll sem fór prinsessunni afar vel í heimsókn hennar til Nýja-Sjálands árið 1983.

 

Diana-1983-Australia-23Jul13-PA_b_592x888

ÓAÐFINNANLEG: Óaðfinnanleg en döpur í bleikum kjól árið 1983 í Ástralíu.

Related Posts