Mikael Tamar Elíassson (30) með nýtt ljóð:

MEÐ BROTNA SÁL Á MILLI HANDA

Tregafullt Vélstjórinn Tamar var í viðtali við Séð og Heyrt fyrir stuttu, en hann skrifar ljóð sem koma beint frá hjartanu, sögur sem sumar eru byggðar á eigin reynslu.
Nýjasta ljóðið hans fjallar um þá einstaklinga sem sjá enga leið aðra út úr myrkri hugans en að taka eigið líf.

Dapur drengur við bakkann krýpur
blóð úr drottni á hnakkann drýpur
sleginn var með refsivendi
féll svo fölur fyrir eigin hendi

Sögu vil ég þér vinur segja
um ungan mann sem þráði að deyja
þunglyndið það hjó hann niður
í hjarta hans var aldrei friður

Hann háði stríð á hverjum degi
drukknandi í hugans legi
með brotna sál á milli handa
fyrir hann var vont að anda

Oft hans hugur sagði óður
þú ert ekki nógu góður
hann vildi ekki á jörðu vera
þá vissi hann hvað hann mundi gera

Sjálfselska var af vörum muldrað
þó hans hjarta væri sturlað
hann trúði því að betri yrði
heimurinn ef hann burtu hyrfi

Dapur drengur við bakkann krýpur
blóð úr drottni á hnakkann drýpur
sleginn var með refsivendi
féll svo fölur fyrir eigin hendi.

Viðtalið við Tamar má lesa hér.

Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson.

Séð og Heyrt les ljóð alla daga.

Related Posts