Hefur verið í vinnslu síðan árið 2004 þegar Friends hætti:

ÓTRÚLEG VINNA OG GÓÐIR DÓMAR

Friends! Aðdáendur þáttanna hafa beðið í 12 ár eftir að hópurinn komi saman aftur. Það er orðið ólíklegt að það gerist en aðdáandi þáttanna hefur lagt ótrúlega vinnu í að búa til nýjan þátt. Sagan segir að höfundurinn hafi byrjað verkefnið árið 2004 þegar síðasti þátturinn fór í loftið. Honum hefur tekist að klippa saman atriði til að búa til nýjan söguþráð og segja aðdáendur að þetta sé það næsta sem þeir komast því að fá nýjan þátt. „Ég hef beðið svo lengi að ég grét þegar þættinum lauk. Virkilega fallega klippt saman af sönnum aðdáanda.“ segir í athugasemdum. Byrjunin er reyndar ekki sú besta en eftir nokkrar mínútur gengur þetta ágætlega upp sem ný saga af vinunum.

Séð og heyrt elskar Friends!

 

Related Posts