Andrea Sif Jónsdóttir (28) og Hafþór Júlíus Björnsson (26) nýjasta parið:

Hafþór Júlíus Björnsson, leikari og einn sterkasti maður heims, er kominn á fast. Hafþór er oftar en ekki nefndur Fjallið vegna hlutverks síns í þáttunum Game of Thrones og kannski ekki skrítið þar sem Hafþór er 2,05 metrar á hæð og rúm 180 kíló að þyngd. Nú hefur fitness-keppandinn Andrea Sif Jónsdóttir náð að fanga hjarta Fjallsins.

Fjallið á föstu

GÓÐ Á GÍTAR: Andrea er lunkinn gítarleikari.

Fjallið á föstu

ROSALEGUR: Hafþór er engin smásmíði. Hér er hann í hlutverki Fjallsins í Game of Thrones.

Risaást Andrea Sif og Hafþór Júlíus byrjuðu að hittast í sumar og ástin blómstrar sem aldrei fyrr. Parið hefur verið í fasteignahugleiðingum upp á síðkastið og eru að ræða íbúðarmál.
Andrea skellti sér til Írlands og fylgdist þar með sínum heittelskaða á setti þar sem hann leikur í hinum geysivinsælu þáttum Game of Thrones.
Það mætti segja að þau deili sama áhugamáli þar sem Andrea hefur getið sér gott orð í fitness-heiminum og verið dugleg að keppa í model fitness á Íslandi. Andrea hefur verið í þjálfun hjá Iceland Fitness og er núna í einkaþjálfaraskóla World Class.
Andrea vildi ekki ræða sambandið mikið en staðfesti þó að þau væru par. „Já, við erum saman, ég get staðfest það,“ segir Andrea og spurð hvort það sé ekkert vesen að vera í sambandi með svona stórum manni og hvort hún nái utan um kærasta sinn svarar Andrea: „Ég næ næstum því utan um hann. Það er ekkert vesen að vera með svona stórum gaur,“ segir hún og hlær dátt.

Fjallið á föstu

GLÆSILEGT PAR: Hafþór Júlíus og Andrea Sif eru falleg saman.

Séð og Heyrt – alltaf!

Related Posts