Dægurlagasöngvarinn Geir Ólafs (41) í faðmi nýrrar fjölskyldu í Kólumbíu:

geir 2

BLESSUNIN: Kaþólskur prestur blessar trúlofunarhringi Geirs og Adriönu undir berum himni í Kolumbíu.

Geir Ólafs og unnusta hans, Adriana Patricia Sanches Krieger, eru nýkomin frá Kólumbíu þar sem kaþólskur prestur blessaði trúlofunarhinga þeirra við hátíðlega athöfn. Öll fjölskylda Adriönu var viðstödd en hún er stór og systur verðandi brúðar Geirs fjölmargar og fallegar.

Verið er að plana brúðkaup Geirs og Adriönu í Reykjavík í sumar og verður mikið í lagt enda fjölskylda unnustunnar í Kolumbíu vel stæð en sjálf er hún í toppdjobbi hjá stórbanka í Madrid á Spáni.

„Ég elska Ísland,“ sagði Adriana í samtali við Séð og Heyrt á fyrsta degi ársins. „Og ég elska Geir líka,“ bætti hún við.

geir 3

SÆT SAMAN: Trúlofunartertan skorin í Kólumbíu.

Related Posts