Inga Hildur Gústafsdóttir (53) steikir stolt hamborgara:

Segjast bestir „Það er ekki spurning, Suðurnesjamenn eru sammála því að Villa borgarar séu bestir í heimi. Brottfluttir gera sér sérstaka ferð í heimabyggð til að fá sér einn með öllu. Við þurfum ekkert að auglýsa, þetta auglýsir sig sjálft,“ segir Inga í Pulsuvagni Villa og Ingu í Keflavík.

Inga hefur staðið vaktina lengi ásamt sínum og uppskriftin og framreiðsla hamborgarans hefur verið óbreytt í áratugi.

„Villi hóf reksturinn árið 1979 og hefur verið í bransanum óslitið síðan; ég hef sjálf staðið vaktina í tuttugu ár og er núna einn eigenda. Galdurinn á bak við borgarann er að við setjum allt á hann sem fer á pulsur, þess vegna er þetta einn með öllu. Borgarinn er forsteiktur og látin liggja í sérstakri kryddblöndu – en uppskriftin á henni er hernaðarleyndarmál. Hér er alltaf nóg að gera og alltaf jafnskemmtilegt að afgreiða svanga vegfarendur.“

Related Posts