Bílakóngurinn Sigfús Sigfússon (71) fór í leikhús:

Leikverkið Njála var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gær. Mikil eftirvænting var á meðal gesta og voru þeir spenntir að sjá hetjurnar Gunnar og Njál ljóslifandi á sviðinu. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhúsins og Íslenska dansflokksins. Þorleifur Örn Arnarson leikstýrði en hann er jafnframt annar tveggja handritshöfunda ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi.  Sigfús Sigfússon lengi kenndur við bílaumboðið Heklu var fullur eftirvæntingar þegar hann og eiginkona hans  María Sólveig mættu á frumsýninguna.

Hetjur „Ég er mikill aðdáandi Njálu og  Gunnar er minn maður. Ég var því fullur eftirvæntingar þegar ég fór á sýninguna en verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum. Ég hafði aðrar hugmyndir um uppsetninguna og varð því nokkuð spældur.  En þetta var allt vel gert, og allir sem komu að þessu hafa augljóslega lagt mikið á sig og greinilega mikil vinna á bak við leikritið. Mér fannst þessi uppsetning ekki hæfa Njálu, en þetta er bara minn smekkur,“ segir Sigfús sem jafnaði sig fljótt á vonbrigðunum og mun fanga nýju ári í faðmi fjölskyldunnar.

IMG_4259

MEÐ BJÖLLUBINDI: Sigfús Sigfússon setti upp uppáhaldsbindið sitt en það er fagurlega skreytt með Volkswagen bjöllum. Sigfús var lengi kenndur við bílaumboðið Heklu sem flutti inn Volkswagen. Eiginkona hans, María Sólveig var í áberandi fallegum rauðum kjól. Kjólinn er keyptur erlendis og minnir á Twiggy tískuna.

 

IMG_4155

REFFILEGUR RITHÖFUNDUR: Mikael Torfason á veg og vanda að handriti Njálu ásamt Þorleifi Erni leikstjóra verksins. Hann mætti með eiginkonu sinni, leikkonunni Elmu Stefaníu.

 

IMG_4209

FJÖLSKYLDAN Í SALNUM: Guðrún Sesselja og Jóhann Ólafur mættu til að fylgjast með eiginmanni og föður, en hún er gift stórlekaranum Jóhanni Sigurðssyni sem sló rækilega í gegn þetta kvöld.

 

IMG_4205

LEIKHÚSROTTUR: Símon Birgisson dramatúrg í Þjóðleikhúsinu heilsaði upp á félaga sinn, Þorleif Örn Arnarson leikstjóra og handshöfund Njálu.

 

IMG_4111

STOLT AF SYNINUM: Leiklistarhjónin Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Arnar jónson leikari eru foreldrar leikstjórans. Augljóst að leikhúsgenin eru ríkjandi í þessari fjölskyldu.

 

IMG_4207

TATTÚVERÐUÐ Í LANGBRÓK: Leikhúsgestum stóð til boða að klæða sig upp á í búninga og þiggja andlitsmálningu.

 

IMG_4208

HALLGERÐUR Í RAUÐRI BRÓK: Uppfærslan á Njálu var óhefðbundin og búningarnir vísuðu til þess.

 

IMG_4196

HÖFÐINGI VIÐ TJÖRNINA: Guðmundur Ingi Þorvaldsson framkvæmdastjóri Tjarnarbíós og eiginkona hans, Heiða Aðalsteinsdóttir, létu sig ekki vanta.

 

IMG_4143

Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP: Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og Halldóra Rafnar mágkona hans áttu góða stund saman.

 

IMG_4115

GLÓANDI GULL: Kristín Ólafsdóttir móttökustjóri Borgarleikhúsins í góðum félagsskap Jóhönnu Vigdísar leikkonu og eiginmanns hennar.

 

IMG_4119

BOÐIÐ UPP Á SÚPU: Þorgerður Katrín, fyrrum ráðherra, gæddi sér á veitingum fyrir sýningu.

 

IMG_4188

RIÐIÐ ÚT Í ÓVISSUNA: Upplifun gesta á ævintýrum Njálu hefst strax þegar komið er inn í leikhúsið.

 

IMG_4117

SPEKINGSLEG: Fjölmiðlamaðurinn Gunnar Smári Egilsson og eiginkona hans, Alda Lóa Leifsdóttir, fengu sér kaffi fyrir sýningu og ræddu málin.

 

IMG_4211

SÖNGFUGLAR: Selma Björnsdóttir og hennar heitt elskaði tenór, Elmar Gilbertsson, geisluðu af hamingju.

 

IMG_4202

GLÆSILEGAR: Hárgreiðslumeistarinn Elsa Haraldsdóttir og athafnakonan Sigríður Ingvarsdóttir voru spenntar fyrir sýningunni.

 

IMG_4126

SÖNGVÍDUR: Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona og Margrét Pálmadóttir kórstjóri voru eldhressar.

Related Posts