Á dimmu októberkvöldi í Kópavogi mátti heyra skerandi hlátur og ógnvekjandi óhljóð úr veislusal Spretts. Blóðið rann og kústar flugu um á meðan nornakvöld Töltgrúppunnar fór fram því þar voru saman komnar allar helstu nornir landsins.

Galdur Stemningin á nornakvöldi Töltgrúppunnar var algjörlega seiðmögnuð. Þar voru samankomnar helstu nornir landsins og réðu ráðum sínum um það hvernig best væri að brugga galdraseyði og í hvaða gír kústurinn ætti að vera þegar komið er yfir hámarkshraða. Nornirnar hlógu sínum nornahlátri og drukku galdraseyði af miklum móð og þær sem supu það skildu að sjálfsögðu kústinn eftir.

Nornir

GALDRADANS Á BORÐUM: Það var stiginn villtur nornadans hvort sem það var á gólfinu eða uppi á borðum.

Nornir

KOSS Á KINN: Það voru engir dauðakossar gefnir þetta kvöld heldur einungis vina- og hamingjukossar.

Nornir

SVART OG SYKURLAUST: Litavalið hjá nornum landsins er ekkert sérstaklega fjölbreytt þegar kemur að fötum. Svart er oftast best.

Nornir

ÓMÓTSTÆÐILEGIR BÚNINGAR: Það var lögð mikil vinna í nornabúningana þetta árið.

Nornir

BLÓÐUGAR NEGLUR: Blóðið rann á nornakvöldi Töltgrúppunar og neglur nornanna voru baðaðar í því.

ÿØÿá ×Exif

NORNASTUÐ: Það vantaði ekkert upp á stemninguna og gleðina hjá nornunum.

Nornir

ÞOKKAFULL ÞRENNING: Það getur verið nógu flókið að eiga við eina norn en þegar þær hópa sig saman vandast málið enn frekar.

Nornir

KÚSTURINN Á LOFT: Kústurinn er án efa fljótasti fararkosturinn nú til dags enda þarf hvorki að bíða á rauðu ljósi né gefa stefnuljós út úr hringtorgi þegar ferðast er um á honum.

Nornir

ÓGNVÆNLEGAR: Það mátti finna allar sortir af nornum þetta kvöld og margar hverjar voru mjög ógnvænlegar.

Nornir

AÐALNORNIN MÆTT: Sigga Klingenberg lét sig að sjálfsögðu ekki vanta, enda eins konar yfirnorn hér á landi.

Nornir

DÚNDUR DÚÓ: Þessar nornir voru í hörkustuði þrátt fyrir að, af málningunni að dæma, þær ættu frekar að vera í harðlæstri kistu.

Nornir

SEIÐMAGNAÐAR: Nornirnar hlógu sínum nornahlátri og skemmtu sér langt fram á nótt.

Nornir

SEXÍ NORN: Eins og gengur og gerist á nornasamkomum er kynþokkafyllsta nornin ávallt valin. Þessi hreppti titilinn í þetta skiptið og er vel að sigrinum komin.

Séð og Heyrt fílar nornir.

Related Posts