Dansarinn Nikita Bazev (27) vildi ekki vera á mynd með fyrrverandi Hönnu Rúnar (24):

SIGURSÆL: Hanna Rún og Nikita, komu, sáu og sigruðu.

SIGURSÆL: Hanna R’un og Nikita, komu, sáu og sigruðu.

Fyrrverandi dans- og kærustuparið Hanna Rún og Sigurður Þór mættust á RIG-dansmótinu í Laugardalshöll, með nýja dansfélaga upp á arminn. Hanna Rún og Sigurður Þór áttu saman glæsilegan keppnisferil og gerðu það gott í tvígang í sjónvarpsþáttunum Dans, dans, dans.

Síðan skildu leiðir. Hanna Rún byrjaði að dansa með Rússanum Nikita, þau felldu hugi saman, gengu í hjónaband í fyrra og eiga saman lítinn dreng. Þau komu, sáu og siruðu á dansmótinu sem var fyrsta keppni þeirra eftir brúðkaup og barnsburð. Sigurður Þór mætti til leiks ásamt hinni áströlsku Annalisa Zoanetti en þau urðu að lúta í lægra haldi fyrir Hönnu Rún og Nikita.

Að lokinni keppni og verðlaunaafhendingu var falast eftir því að fá þessi tvö danspör saman á mynd en Nikita tók það ekki í mál og virtist ekki hafa neinn áhuga á að blanda geði við fyrrverandi dansfélaga og kærasta eiginkonu sinnar.

Related Posts