Soffía Karlsdóttir (53), sviðstjóri menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarnesbæjar, skemmti sér vel í skvísuboði Elsu:

Elsa Nielsen, hönnuður, ólympíufari og bæjarlistamaður Seltjarnarness, hélt nýverið Nesskvísuboð í tilefni aðventunnar og bauð heim. Fjöldi kvenna kíkti við hjá Elsu og naut ljúffengra veiga í huggulegheitum og fagnaði aðventunni. Gleðin var í fyrirrúmi, það var hlegið, spjallað og slegið á létta strengi.

Gleðigjafi „Það var einstaklega létt og skemmtileg stemning eins og alltaf í kringum Elsu. Henni tekst alltaf að hafa gott og þægilegt andrúmsloft í kringum sig,“ segir Soffía og brosir. Oft hefur verið talað um að bæjarlistamenn Seltjarnarness séu yfirleitt afar félagslyndir og virkir í sínu samfélagi enda nándin mikil. „Bæjarlistamenn á Nesinu hafa ávallt kappkostað að leggja sitt af mörkum til samfélagsins og nálgast það með ólíkum hætti. Elsa fer aldrei troðnar slóðir og er ein af þessum manneskjum sem hugsa út fyrir rammann. Þetta var skemmtilegt boð með þverskurði af góðum vinkonum af Nesinu.“

Nesskvísuboð Elsu Nielsen

GLAÐAR SAMAN: Gleðin var í hávegum höfð hjá þeim stöllum Soffíu Karlsdóttur, Hrefnu Birnu Björnsdóttur og gestgjafanum Elsu Nielsen.

Nesskvísuboð Elsu Nielsen

GLÆSILEGAR SKVÍSUR: Þær Guðrún Þorgeirsdóttir, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Soffía Frímannsdóttir og María Björk Óskarsdóttir skemmtu sér konunglega hjá Elsu.

Nesskvísuboð Elsu Nielsen

GLEÐIGJAFAR: Ólafía Harðardóttir, Soffía Frímannsdóttir, Ólafía Harðardóttir og Hrefna Birna Björnsdóttir voru alsælar með framtak Elsu.

Nesskvísuboð Elsu Nielsen

JÓLAANDINN: Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Guðrún Þorgeirsdóttir tóku aðventunni fagnandi.

Nesskvísuboð Elsu Nielsen

JÓLASTUÐ: Þær Tanja Ösp Þorvaldsdóttir, Anna Linda Pálsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir og Kristín Lára Ólafsdóttir voru í stuði.

Nesskvísuboð Elsu Nielsen

SMARTAR NESSKVÍSUR: Hrefna Birna Björnsdóttir, Soffía Karlsdóttir, Árný Davíðsdóttir og Ólafía Harðardóttir komu og nutu skemmtilegra stunda hjá Elsu.

Nesskvísuboð Elsu Nielsen

JÓLAGLEÐI: Hlíf Arnlaugsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir, Þórdís Einarsdóttir og Ásdís Alda Þorsteinsdóttir skáluðu fyrir aðventunni og Elsu.

ÿØÿá7þExif

GAMAN SAMAN: Helga Guðmundsdóttir í góðum félagsskap með tengdadóttur sinni, Rögnu Ingólfsdóttur, ólympíufara og landsliðskonu í badminton, og dóttur sinni, Helgu Sunnu Gunnarsdóttur.

Nesskvísuboð Elsu Nielsen

FLOTTAR NESSKVÍSUR: Guðrún Aldís, Soffía Frímannsdóttir, Kristín Lára og Soffía Karlsdóttir voru komnar í aðventugírinn.

Séð og Heyrt skemmti sér konunglega á Nesinu.

Related Posts