Lækka laun sín eins og forsetinn:

Nektardansarar í Rússlandi hafa ákveðið að lækka laun sín til að sýna samstöðu með Vladimir Putin forseta landsins í þeim efnahagsþrengingum sem hrjá Rússa þessa dagana.

Í frétt um málið í Ekstra Bladet segir að Putin hafi nýlega tilkynnt að hann hefði lækkað laun sin um 10% vegna efnahagsástandsins í landinu. Nektardansarar hafi síðan ákveðið að fylgja lit og lækka sín laun um sömu prósentu.

Við fréttum af því að Putin hefði lækkað laun sín og við ákváðum að sýna samstöðu og gera það sama,” segir nektardansari sem gengur undir nefninu Alexandra. “Við viljum gjarnan leggja okkar af mörkum til að hjálpa landinu.”

Í viðtali við eiganda klúbbsins sem Alexandra vinnur á kemur fram að ástandið sé erfitt. Það sé bót í máli hve margir útlendingar sæki staðinn sem er í Moskvu. Það séu einkum kínverskir viðskiptamenn sem séu hrifnir af rússneskum nektardönsurum.

Related Posts