Uppistandarinn og grínleikarinn Kevin Hart, sem fer með aðalhlutverkið í gamanmyndinni The Wedding Ringer, þykir afar ólíklegur til að taka að sér hlutverk samkynhneigðs manns, núna eða á næstunni.

Hart var að kynna nýjustu mynd sína í útvarpsviðtali þegar hann nefndi tilfellið þegar hann hafnaði hlutverki í myndinni Tropic Thunder og var ástæðan sú að persónan sem hann átti að leika, Alpa Chino, var samkynhneigð. Á endanum var það leikarinn Brandon T. Jackson sem hreppti þá rullu.

,,Ég get þetta bara ekki,“ sagði Hart. ,,Þetta hefur ekkert með fordóma eða vanvirðingu að gera. Ég er bara of óöruggur til að geta dýft mér 100% í þannig hlutverk.“

The Wedding Ringer er sýnd í kvikmyndahúsum um land allt.

Related Posts