Neil Patrick Harris (42):

Leikarinn Neil Patrick Harris er að leika í myndinni A Series Of Unfortunate Events þessa stundina og hann er algjörlega óþekkjanlegur í gervi sínu.

Harris byrjaði leikferil sinn sem barnastjarna en hann er eflaust þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn ómótstæðilegi kvennabósi Barney Stinson í gamanþáttunum How I Met Your Mother.

Hann er þó örugglega eins langt frá sínu eðlilega útliti og hægt er í þessari mynd þar sem hann er sköllóttur, með gríðarlega sítt skegg, gleraugu og almennt frekar lúðalegur.

Papparassarnir í Bandaríkjunum eru ótrúlegustu ólíkindatól og einn þeirra náðu myndum af Harris í hlutverki sínu en þær má sjá hér að neðan.

ÓÞEKKJANLEGUR: Það hefðu eflaust fæstir gert ráð fyrir að þetta væri Neil Patrick Harris.

ÓÞEKKJANLEGUR: Það hefðu eflaust fæstir gert ráð fyrir að þetta væri Neil Patrick Harris.

 

Í TÖKUM: Leikarinn er í tökum þessa stundina í Vancouver.

Í TÖKUM: Leikarinn er í tökum þessa stundina í Vancouver.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts