Ég tók eftir því á fésbókinni um daginn að einhver var að hneykslast á því hversu neikvæður ég hafi verið í síðasta mómenti mínu um raunir mínar í IKEA.

Það ætti hver heilvita maður að geta lesið kaldhæðnina í pistlinum mínum og áttað sig á því að mér finnst IKEA snilld. Þetta fékk mig hins vegar til að hugsa af hverju í andskotanum ég ætti alltaf að vera eitthvað jákvæður.

Af hverju má ég ekki vera neikvæður? Nú er ég almennt séð mjög jákvæð manneskja og reyni einnig að halda neikvæðu fólki sem lengst frá mér en hvenær missti ég minn rétt til að vera neikvæði gæinn?negative

Ég er ekki týpan sem fer og kommentar á fréttir um að þessi og hinn sé fífl. Mér finnst það mjög kjánalegt. Í raun og veru hef ég aðeins einu sinni kommentað á frétt og þá var ég að leika mér að laga stafsetningu eins „DV-kommentarans“. Ég nenni líka sjaldnast að skoða öll þessi komment og þá sérstaklega eftir að ég byrjaði að vinna á Séð og Heyrt en verð þó að viðurkenna að stundum hef ég svolítið gaman að reiða fólkinu út í bæ. Það á það til að vera alveg ofboðslega neikvætt, oft og tíðum mjög dónalegt og nánast undantekningalaust lélegt í stafsetningu.

Það fer alls ekki í taugarnar á mér að sjá neikvæð komment á Internetinu. Það sem hins vegar fer alveg óstjórnlega í taugarnar á mér er þegar fólk ætlar að banna öðru fólki að vera neikvætt.

Hversu ótrúlega leiðinlegt yrði það til lengdar ef við værum alltaf öll prumpandi glimmeri og sleikjandi regnbogaís á meðan við runkum hvert öðru í hring í nýtískuleðursófasettinu okkar.

Ég er jákvæð manneskja, reyni alltaf að sjá það góða í fólki og nenni sjaldnast að vera í fýlu því það er alveg hundleiðinlegt. Ég hef hins vegar ákveðið, í mótmælaskyni, að vera alveg dúndrandi leiðinlegur og neikvæður í dag. Af hverju? Því ég fokking má það!

Garðar B. Sigurjónsson

Related Posts