Hugmyndir um Portman í hlutverkið á sveimi frá 2012:

Leikkonan Natalie Portman mun leika forsetafrúna fyrrverandi Jackie Kennedy í mynd sem verið er að hefja framleiðslu á.  Myndin ber heitið Jackie og á hún að fjalla um fyrstu fjóra dagana í lífi Jackie eftir að eiginamaður hennar John F. Kennedy bandaríkjaforseti var skotinn til bana í Dallas Texas árið 1963.

Þetta er meðal frétta sem streyma frá Cannes kvikmyndahátíðinni sem nú er í fullum gangi. Það er Darren Aronofsky sem framleiðir myndina en Pablo Lorraine leikstýrir.

JACKIE: Þótti með glæsilegustu konum heimsins á sínum tíma.

JACKIE: Þótti með glæsilegustu konum heimsins á sínum tíma.

Hugmyndin um að Natalie Portman leiki Jackie er ekki ný af nálinni því hugmyndir um slíkt hafa verið á sveimi frá árinu 2012.

Related Posts