Fjölmiðlastjarnan Frosti Logason (36) og knattspyrnugoðið Ríkharður Daðason (42):

halldbr

FÖÐURBRÓÐIRINN: Halldór Björn Runólfsson listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Íslands.

Þeir eru alltaf saman á gamlárskvöld, Frosti í Mínus og Rikki Daða, því pabbar þeirra eru bræður.

Logi, faðir Frosta, sem nú er látinn, var bróðir Daða, föður Ríkharðs, en Daði er sem kunnugt er eiginmaður Ragnheiðar Ríkharðsdóttur sem er ein ötulasta þingkona Sjálfstæðisflokksins. Þriðji bróðirinn er svo Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur og safnstjóri í Listasafni Íslands.

Foreldar þeirra bræðra, og þar með afi og amma Frosta og Ríkharðs, voru hjónin Runólfur Sæmundsson, kenndur við fyrirtækið Blossa, og Nanna Halldórsdóttir.

„Afi minn var öflugur karl og það vakti athygli í fjölmiðlum á sínum tíma þegar hann tók sig upp með alla fjölskylduna og flutti um nokkurra ára skeið til Argentínu sem þá var hinum megin á hnettinum. Hann flutti alls kyns vörur til landsins, traktora og annað,“ segir Frosti.

Vegna sex ára aldursmunar var ekki mikið samband á milli Frosta og Ríkharðs þegar þeir voru á barnsaldri.

„Eldri systir mín og Ríkharður voru tengdari, enda jafngömul.“

 

family

AFI, AMMA OG STRÁKARNIR: Þessi mynd er í vörslu Ljósmyndasafns Reykjavíkur og tekin á heimili Runólfs Sæmundssonar og Nönnu Halldórsdóttur á jólum þegar þau ganga í kringum jólatréð með sonum sínum, Loga, Daða og Halldóri Birni.

 Nýtt Séð og Heyrt á næsta leiti.

 

Related Posts