Ungfrú Ísland endurvakin í Hörpu:

Keppnin um ungfrú Ísland verður nú endurvakin með breyttu sniði.Nýir eigendur keppninnar, Dísa og Bjössi í World Class, settu verkefnið í hendur fyrrum ungfrú Ísland, Fanneyjar Ingvarsdóttur.

GLÆSILEG: Fanney Ingvarsdóttir hreppti titilinn Ungfrú Ísland árið 2010.

Fanney Ingvars

SÆTAR VINKONUR: Vinkonurnar Fanney og Alexandra tóku viðtöl við stelpurnar og völdu lokahópinn.

Glæsilegur hópur „Við hittum stelpurnar í viðtölum í World Class í Laugum og það gekk mjög vel,“ segir Fanney Ingvarsdóttir, fyrrum ungfrú Ísland og framkvæmdastjóri keppninnar þetta árið. Henni til aðstoðar er Alexandra Helga Ívarsdóttir sem hreppti titilinn ungfrú Ísland árið 2008 og er kærasta fótboltakappans víðfræga Gylfa Þórs Sigurðssonar.
26 dísir valdar

„Alexandra hefur mikla reynslu og það er gott að vera með fólk sem hefur upplifað þetta sjálft og getur ráðlagt og deilt reynslunni. Hún er góð vinkona mína og ég og Dísa ákváðum að hafa hana þarna með mér sem var frábært.“

Það bárust yfir 100 umsóknir í keppnina þannig að það er ljóst að keppnin nýtur enn gríðarlegra vinsælda. „Eftir viðtöl þá sitja eftir 26 stelpur. Það var mjög erfitt að velja, enda margar flottar stelpur sem komu í viðtöl. Það hefði verið hægt að hafa miklu fleiri í lokahópnum.“

Útgeislun skiptir máli

Fanney segir margt koma til þegar velja skal stelpurnar í lokahópinn. „Við leggjum mikið upp úr útgeislun. Það er mikill kostur að hafa mikla útgeislun og góða nærveru. Það kemur manni alltaf langt, sama hvað það er sem maður tekur sér fyrir hendur.“
Hluti af keppninni verður stór og flott tískusýning en stelpurnar munu ekki koma fram á nærfötum þetta árið. „Undibúningurinn á bak við keppnina verður í sama formi og erlendis en okkur langaði samt að gera eitthvað nýtt og breyta til. Þetta árið verður keppnin kannski meira í líkingu við flotta tískusýningu. Stelpurnar munu ekki vera á nærfötum, heldur býst ég við að þetta verði meira baðfatasýning þar sem baðföt og íþróttafatnaður verður í aðalhlutverki.“

Harpa er toppurinn

Keppnin verður haldin í Hörpu en ekki Broadway eins og undanfarin ár. „Breyting á staðsetningunni breytir keppninni svakalega. Harpa er flottur staður og keppnin verður glæsilegri en nokkru sinni áður.“

Gylfi Þór Sigurðsson

SIGURSÆLL: Alexandra Helga sem tók viðtölin með Fanneyju er kærasta Gylfa Þórs Sigurðssonar fótboltamanns. Saman mynda þau eitt flottasta parið á Íslandi og jafnvel í allri Evrópu.

Þetta og miklu meira í nýjasta Séð og heyrt!

Related Posts