S.O.S. – Spurt og Svarað:

 

Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar (Á annan veg) er á rjúkandi uppleið í kvikmyndabransanum um þessar mundir. Í vikunni frumsýnir hann nýjustu mynd sína, París Norðursins sem fengið hefur gott lof að utan. Bíður hann næst spenntur eftir viðbrögðum heimamanna.

 

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Með allt á hreinu.

HVER MYNDI LEIKA ÞIG Í BÍÓMYNDINNI?
Beck.

HVERJIR ERU ÞRÍR UPPÁHALDSLEIKSTJÓRARNIR ÞÍNIR?
Hér eru þrjú nöfn af þeim fjölmörgu sem skjóta upp kollinum: Werner Herzog, Lars von Trier, Robert Altman og svo allir hinir …

VIÐ HVAÐ ERTU HRÆDDUR?
Stefnu ríkisstjórnarinnar í hinum og þessum málum. En sérstaklega viðhorf þeirra til kvikmyndagerðar. Þar virðist þau hafa lítinn sem engan skilning.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að vera nice person.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Þegar ég pissaði í vasa sænsk ferðamanns um borð í flugvél í kringum 1980. Ég vil reyndar taka fram að ég man lítið eftir því atviki.

HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?
Óþolinmæði. En það er jafnframt minn helsti styrkleiki.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
The Decalogue eftir Krzysztof Kieslowski. Með því verki rís kvikmyndagerð hvað hæst á 20. öldinni.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
The Simpsons.

HVERJU ERTU STOLTASTUR AF AÐ HAFA VANIÐ ÞIG AF?
Vá, ég veit það ekki. Ég man ekki til þess að hafa vanið mig af nokkrum sköpuðum hlut. Af hverju þarf annars fólk alltaf að vera að venja sig af einhverju? Má það ekki bara vera eins og það er?

HVAÐ MYNDIRÐU ALDREI BORÐA?
Hamstur.

HUNDUR, KÖTTUR, KANÍNA EÐA HAMSTUR?
Hamstur.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Haddi Gunni.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Þegar ég var handtekinn fyrir þvaglát á almannafæri á götu í New York. Ég vil reyndar taka það fram að ég man lítið eftir því atviki.

HVERT FÓRSTU SÍÐAST TIL ÚTLANDA?
Til Króatíu.

HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?
Nú í IKEA, auðvitað.

Related Posts