Reynir Ólafsson (52) á sérstætt áhugamál:

Reynir Ólafsson, sem er einhleypur, starfar sem kerfisstjóri hjá Fjármálaeftirliti ríkisins. Það eru þó ekki bara tölvurnar sem hann á að áhugamáli. Reynir er líka mikill göngu- og útivistargarpur og hefur verið félagi í gönguhópnum Eilíft líf síðan 2011. Hann er einnig mikið í veiði, bæði stang- og skotveiði, hefur gaman af matargerð og er flinkur kokkur samkvæmt þeim sem þekkja til. Reynir á líka all sérstætt áhugamál sem hann byrjaði að stunda óvart fyrir tveimur árum: að mynda yfirgefna skó víðs vegar um landið og fram undan er sýning á myndunum.

Skemmtileg hugdetta „Þetta byrjaði í apríl 2014, þá var ég með bróður mínum og börnum okkar í kræklingatínslu í Hvalfirði og rakst ég þá á tvo skó á sitt hvorum staðnum og fékk þá þessa hugdettu að mynda þá frá nokkrum sjónarhornum,“ segir Reynir.

Myndirnar setti hann síðan í sér myndaalbúm á Facebook og fékk það jákvæð og skemmtileg viðbrögð hjá vinum hans. Reynir hélt myndatökunum áfram og í dag eru skómyndirnar orðnar um 36 talsins, teknar af skóm sem hann hefur fundið víðs vegar um landið. „Síðan á ég líka nokkrar myndir sem vinir mínir hafa tekið og sent til mín,“ segir Reynir en mörgum vinum hans dettur hann fyrst í hug ef þeir rekast á yfirgefna skó á ferðum sínum.

Reynir myndar skóna eins og hann kemur að þeim og frá nokkrum sjónarhornum, hreyfir ekkert við þeim og skilur þá síðan eftir þegar myndatöku er lokið. Flestir skórnir sem Reynir hefur myndað hefur hann rekist á á götum höfuðborgarinnar. „En ég hef líka fundið slatta við ströndina og þá afskekktustu fann ég á Hornavík á Ströndum en þar myndaði ég yfirgefið stígvélapar,“ segir Reynir. Hann hefur líka myndað einn skó erlendis. „Ég rakst á einn skó í þorpinu Deep River í vor, lítið þorp sem er í Ontario í Kanada,“ segir Reynir.

Fram undan hjá Reyni er sýning á myndunum og stefnir hann á að halda hana í október eða nóvember og hyggst hann fá aðstoð atvinnuljósmyndara við að undirbúa myndirnar fyrir sýninguna og stilla þeim upp. „Oft spyr maður sig af hverju skórnir eru á þeim stað þar sem maður rekst á þá, hver er ástæðan?“ segir Reynir. En hefur hann sjálfur týnt skóm? „Nei, allavega ekki enn þá,“ segir hann og hlær.

 

29. tbl. 2016, ljósmyndasýning, ljósmyndir, Reynir Ólafsson, SH1608114754, skór, útivist

REYNIR MEÐ SKÓ Reynir tók nokkur skópör með í myndatöku, þar á meðal gönguskóna sem eru mikið notaðir, enda Reynir mikill fjallagarpur.

13920351_10206471150352749_4484124607040558246_o

GANGA ÞVERT YFIR ÍSLAND Gönguhópurinn Eilíft líf kynntist í fjallahópnum 52 fjöll hjá Ferðafélagi Íslands 2011 og hafa þau haldið hópinn síðan. „Við göngum saman einu sinni til tvisvar í viku, ásamt stærri verkefnum, svo sem gönguferðir á Ströndum og Langleiðina, sem er ganga þvert yfir Ísland, frá Reykjanestá og út á Font á Langanesi. Hópurinn er búinn með 24 dagleiðir, er nýkominn úr nýjustu ferðinni og kominn að Öskju. Hluti af hópnum með Herðubreið í baksýn. Ljósmyndari Örn Haraldsson.

Fossá Hvalfjörður2

KVEIKJAN AÐ ÞESSU ÖLLU OG UPPÁHALDSMYNDIN Fyrsti skórinn sem Reynir rakst á uppi á steini við Fossá í Hvalfirði vorið 2014. Hún er uppáhaldsmynd Reynis ásamt stígvélunum í Hornavík á Ströndum.

?????????????

FJALLAGARPURINN Myndin er tekin á Hornströndum, með Kálfatinda í baksýn.

Sæbraut Reykjavík1

YFIRGEFNIR HÉR OG ÞAR Þessa fann Reynir á Sæbrautinni í Reykjavík, Deep River í Kanada og Reykjadal fyrir ofan Hveragerði.

?

Reykjadalur ofan Hveragerðis8

29. tbl. 2016, ljósmyndasýning, ljósmyndir, Reynir Ólafsson, SH1608114754, skór, útivist

HEFUR GENGIÐ VÍÐA Góðir skór taka þig á góða staði, eins og segir í máltækinu.

Nýtt tölublað Séð og Heyrt komið á alla sölustaði.

 

Related Posts