Össur Skarphéðinsson (62) hvattur til forsetaframboðs:

Á dögunum var haldin mikil arabísk matarveisla í mosku félags múslima á Íslandi til heiðurs Sveini Rúnar Haukssyni lækni sem nýverið var sæmdur heiðursborgara nafnbót í Palestínu.

Margir góðir gestir komu til veislunnar sem Sálmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, og Þorleifur Gunnlaugsson, fyrrverandi borgarfulltrúi VG, skipulögðu. Ögmundur Jónasson alþingismaður hélt ræðu og Kristján Hreinsson fór með ljóð fyrir heiðursborgarann.

Senunni stal hins vegar ræðusnillingurinn og húmoristinn Össur Skarphéðinsson sem fékk einlæga hvatningu frá Salmann og miklu fleirum til að fara í forsetaframboð.

SALMAN VEISLA

HÖFÐINGI: Múslimar eru höfðingjar heim að sæka og Salman Tamimi formaður félags þeirra bauð alla velkomna.

ÖSSUR

FÓR Á KOSTUM: Össur fór á kostum í ræðu sinni í mosku Félags múslima á Íslandi og fékk mikla hvatningu til forsetaframboðs.

Lesið Séð og Heyrt daglega!

Related Posts