Sagt er að vísindamenn hafi leitt í ljóst að munurinn milli karla og kvenna felist í 78 genum. Á vef BBC News var fólk fengið til að geta sér til um hver þessi gen séu og hverju í fari okkar þau gætu tengst. Hér á eftir má sjá nokkur skemmtilegt svör sem lögð voru til.

 

 ghostsKonur hafa í sér gen til að segja: „Ég sé að klósettpappírinn er að verða búinn, best að setja nýja rúllu.“ Menn hins vegar hafa genið til að segja: „Djö … Klósettpappírinn er búinn, elskan, geturðu rétt mér pappírinn, hann er búinn“.

Menn eru lausir við það gen að hafa álit á gluggatjöldum.

Konur hafa gluggatjaldagenið og segja: „Ég mun ekki segja þér hlutinn ef þú þarft á því að halda að ég segi þér hann.“

Ef þú spyrð konu til vegar þá mun hún vísa þér leiðina fram hjá búðunum. Ef þú spyrð mann, velur hann mun frekar leið fram hjá börunum.

Karlmenn tala í setningum en konur í málsgreinum.

Konur leggja hlutina frá sér neðst í stigapallinn til þess að muna að taka þá með sér næst þegar þær fara upp. Menn! Þeir stíga bara yfir þá.

Í brúðkaupum gráta konur og detta svo í það á meðan mennirnir drekka fyrst og gráta svo.

Konur geta notað kynlíf til að fá það sem þær vilja, karlmenn geta það ekki, því kynlífið ER það sem þeir vilja.

Klukkan tvö að nóttu er háttatími fyrir karlmenn, þetta snýr hins vegar öðruvísi að konum. Þá er upplagt að fara að ræða um hvert sambandið stefnir og á hvaða tilfinningalega grundvelli það stendur.

Aðeins konur geta skilið konur.

Ef karlmaður segir konu frá því að hann hafi ferðast til tunglsins, myndi hún sýna því áhuga með því að spyrja hver hafi verið með í för.

Þegar karlmaður vill eitthvað þá spyr hann um það. Þegar kona vill eitthvað þá leggur hún drög að efninu með því að leggja fram óbeina tillögu. Sem í raun er langt frá löngun hennar.

Menn geta horft á heila kvikmynd án þess að finna fyrir þeirri þörf að spyrja: „Hver er þetta?“ „Hvað er hann að gera?“ „Af hverju er hann að gera þetta.“

Karlmenn viðurkenna ekki að þeir tali saman á meðan þeir pissa hlið við hlið. Konum finnst ekkert meira spennandi en baðherbergi með tveimur klósettum.

Að fara í ræktina er algjörlega af líkamlegri ástæðu fyrir karlmenn. Konur líta öðruvísi á málið og hugsa þetta sem félagslega athöfn.

Menn geta ekki horft á íþróttir og rætt um líðandi stund við konu sína á meðan.

Konur muna hverju þær hafa klæðst tvo áratugi aftur í tímann. Hugur manna nær hins vegar ekki lengra en svo að þeir líta á gólfið við hliðin á rúmgaflinum og hugsa: Einmitt, ég var í þessum buxum í gær.

Konur hafa þann hæfileika að geta romsað út úr sér öllu því sem hefur gerst yfir daginn. Karlmenn muna eingöngu að dagurinn hafi farið vel.

Karlmenn heyra ef bjórflaska er opnuð þrátt fyrir að þeir séu þremur herbergjum í burtu.

Karlmenn geta komið fyrir gífurlegu magni af rusli í ruslatunnunni án þess að taka eftir því að hún er orðin troðin.

Oft gera karlmenn sér ekki grein fyrir því að þeir nota persónufornöfnin „ég“ og „mig“, þegar þeir eiga að nota „við“ og „okkur“. Konur gera hins vegar það gagnstæða.

Lyktarskyn kvenna og karla virðist vera mjög ólíkt. Konur finna lyktina af óhreinum íþróttafötum úr kílómetra fjarlægð. Karlmenn þurfa að dýfa nefinu ofan í fatahrúguna til þess að átta sig á að þau gætu hugsanlega þurft að fara í þvott.

Related Posts