Femme fatale í öðru veldi. Þær vita hvað þær vilja og þær vilja það núna, sama hvað það kostar! Hver segir að það séu einungis karlmennirnir sem myrða nánast allt sem hreyfist í bíó? Þessar konur eru svo sannarlega sturlaðar og verðir þú á vegi þeirra er eins gott að þú forðir þér.

 

ANNIE WILKES (Misery) Þráhyggja er ekki nógu sterkt orð til að lýsa tilfinningunum sem Annie hefur gagnvart rithöfundinum Paul Sheldon. Annie er afskaplega flókinn karakter þar sem hún fer úr því að vera elskulegur ofuraðdáandi Sheldon yfir í það að vera geðbilaður mannræningi á augnabliki. Eftir að Sheldon slasast í bílslsysi ákveður Annie að hjúkra honum – þannig séð. Annie býr á eyðibýli og þegar hún er ekki upptekin við að gefa Sheldon súpu, drepa löggur eða kenna Sheldon lexíu reynir hún að fá Sheldon til að lífga við Misery, eina af karakterum hans úr bókinni Misery Child. Sheldon greyið fær að þola svívirðilegar pyntingar að hálfu Annie þar sem hann liggur bundinn við rúm.

ANNIE WILKES (Misery)
Þráhyggja er ekki nógu sterkt orð til að lýsa tilfinningunum sem Annie hefur gagnvart rithöfundinum Paul Sheldon. Annie er afskaplega flókinn karakter þar sem hún fer úr því að vera elskulegur ofuraðdáandi Sheldon yfir í það að vera geðbilaður mannræningi á augnabliki. Eftir að Sheldon slasast í bílslsysi ákveður Annie að hjúkra honum – þannig séð. Annie býr á eyðibýli og þegar hún er ekki upptekin við að gefa Sheldon súpu, drepa löggur eða kenna Sheldon lexíu reynir hún að fá Sheldon til að lífga við Misery, eina af karakterum hans úr bókinni Misery Child. Sheldon greyið fær að þola svívirðilegar pyntingar að hálfu Annie þar sem hann liggur bundinn við rúm.

 

CARRIE WHITE (Carrie) Ólíkt öðrum morðingjum á þessum lista er Carrie skilgreiningin á því að vera bæld. Móðir Carrie drekkir henni í trúnni og hún veit í raun ekkert um heiminn eða hennar eigin líkama, sem kristallast í raun best í því þegar hún byrjar á blæðingum inn í miðjum sturtuklefanum og tjúllast. Hún er hið fullkomna fórnarlamb eineiltis, mesta hluta myndarinnar, en þegar krakkarnir í skólanum ganga of langt fer allt til fjandans. Carrie leysir úr læðingi allan sinn ofurnáttúrulega mátt. Hana þyrstir í hefnd og máttur hennar er svo gríðarlegur að hún gjörsamlega rústar lokaballi skólans og myrðir alla á hrottafenginn hátt í leiðinni.

CARRIE WHITE (Carrie)
Ólíkt öðrum morðingjum á þessum lista er Carrie skilgreiningin á því að vera bæld. Móðir Carrie drekkir henni í trúnni og hún veit í raun ekkert um heiminn eða hennar eigin líkama, sem kristallast í raun best í því þegar hún byrjar á blæðingum inn í miðjum sturtuklefanum og tjúllast. Hún er hið fullkomna fórnarlamb eineiltis, mesta hluta myndarinnar, en þegar krakkarnir í skólanum ganga of langt fer allt til fjandans. Carrie leysir úr læðingi allan sinn ofurnáttúrulega mátt. Hana þyrstir í hefnd og máttur hennar er svo gríðarlegur að hún gjörsamlega rústar lokaballi skólans og myrðir alla á hrottafenginn hátt í leiðinni.

 

CATHERINE TRAMELL (Basiv Instinct) Kynþokkafull, djörf og gjörsamlega geðveik. Catherine er sú síðasta sem þú myndir vilja sem óvin. Þegar hún er ásökuð um morð á frægri rokkstjörnu ákveður hún að fara í leik kattarins að músinni með lögreglumanninum sem rannsakar málið. Eftir að fleiri smáatriði koma í ljós komumst við að því að Catherine er enn flóknari en við héldum áður. Catherine nær að breyta flestum karlmönnum í undirgefna fávita með kynþokka sínum og þegar hún nær þeim algjörlega á sitt vald byrjar leikurinn.

CATHERINE TRAMELL (Basiv Instinct)
Kynþokkafull, djörf og gjörsamlega geðveik. Catherine er sú síðasta sem þú myndir vilja sem óvin. Þegar hún er ásökuð um morð á frægri rokkstjörnu ákveður hún að fara í leik kattarins að músinni með lögreglumanninum sem rannsakar málið. Eftir að fleiri smáatriði koma í ljós komumst við að því að Catherine er enn flóknari en við héldum áður. Catherine nær að breyta flestum karlmönnum í undirgefna fávita með kynþokka sínum og þegar hún nær þeim algjörlega á sitt vald byrjar leikurinn.

 

ALEX FORREST (Fatal Attraction) Ég þori að veðja að flestir karlmenn væru ekkert á móti því að Alex myndi sjóða kanínuna þeirra. Það sem gerir Alex svona ótrúlega áhugaverða er að á yfirborðinu lítur út fyrir að hún hafi allt í teskeið. Þegar hún ákveður að eiga stutt gaman með giftum manni fer allt á versta veg og endar með því að Alex fær óstjórnlega þráhyggju gagnvart manninum. Áður en langt um líður snappar hún algjörlega og situr fyrir þessum ólukku pamfíl ásamt því að kúga manninn en hún vill ekki peninga, einungis ást og eftirtekt. Það fær hún svo sannarlega en eflasut ekki á þann hátt sem hún bjóst við.

ALEX FORREST (Fatal Attraction)
Ég þori að veðja að flestir karlmenn væru ekkert á móti því að Alex myndi sjóða kanínuna þeirra. Það sem gerir Alex svona ótrúlega áhugaverða er að á yfirborðinu lítur út fyrir að hún hafi allt í teskeið. Þegar hún ákveður að eiga stutt gaman með giftum manni fer allt á versta veg og endar með því að Alex fær óstjórnlega þráhyggju gagnvart manninum. Áður en langt um líður snappar hún algjörlega og situr fyrir þessum ólukku pamfíl ásamt því að kúga manninn en hún vill ekki peninga, einungis ást og eftirtekt. Það fær hún svo sannarlega en eflasut ekki á þann hátt sem hún bjóst við.

 

 

MALLORY WILSON KNOS (Natural Born Killers) Mallory er þessi fallega blanda að sætu stelpunni sem er algjörlega farin í hausnum. Mallory er hin trúa og trygga eiginkona, glæpamannsins Mickey Knox. Það er ekkert sem Mallory er ekki tilbúin að gera og ekkert lína sem hún er ekki tilbúin til að ganga yfir. Mallory fer svo langt í sínum aðgerðum að hið persónulega strik sem við eigum til er punktur fyrir henni, svo langt gekk hún yfir það. Drepa foreldra sína? tékk! Skera mann á háls? tékk! Myrða fjöldann allan af saklausu fólki? Jújú, þú giskaðir á rétt, tékk! Mallory og er kynheit og gjörsamlega sturluð, blanda sem er ávallt hættuleg.

MALLORY WILSON KNOS (Natural Born Killers)
Mallory er þessi fallega blanda að sætu stelpunni sem er algjörlega farin í hausnum. Mallory er hin trúa og trygga eiginkona, glæpamannsins Mickey Knox. Það er ekkert sem Mallory er ekki tilbúin að gera og ekkert lína sem hún er ekki tilbúin til að ganga yfir. Mallory fer svo langt í sínum aðgerðum að hið persónulega strik sem við eigum til er punktur fyrir henni, svo langt gekk hún yfir það. Drepa foreldra sína? tékk! Skera mann á háls? tékk! Myrða fjöldann allan af saklausu fólki? Jújú, þú giskaðir á rétt, tékk! Mallory og er kynheit og gjörsamlega sturluð, blanda sem er ávallt hættuleg.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts