Það hefur tíðkast hér á landi að börn beri föðurnafn. En nú fjölgar þeim sem kenna sig við móður sína.

Heiðar Helguson (38): Fyrrum knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson kennir sig móður sína. Heiðar spilaði 55 landsleiki fyrir Ísland og spilaði sem atvinnumaður frá 1998-2013. Hann átti stórkostleg ár með Queens Park Rangers frá 2008-2012 en hann var einn allra besti leikmaður liðsins og skoraði 27 mörk í 75 leikjum fyrir félagið. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins árið 2011 en það ár var jafnframt hans besta í boltanum.

Heiðar Helguson (38):
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson kennir sig móður sína. Heiðar spilaði 55 landsleiki fyrir Ísland og spilaði sem atvinnumaður frá 1998-2013. Hann átti stórkostleg ár með Queens Park Rangers frá 2008-2012 en hann var einn allra besti leikmaður liðsins og skoraði 27 mörk í 75 leikjum fyrir félagið. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins árið 2011 en það ár var jafnframt hans besta í boltanum.

 

 Jökull Elísabetarson (32) og Garpur Elísabetarson (32): Tvíburana Jökul og Garp Elísabetarsyni þekkja margir en Jökull hefur getið sér gott orð sem knattspyrnumaður hér á landi og hann varð meðal annars Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu KR árið 2002 og 2003. Garpur er einn færasti kvikmyndaklippari landsins og hefur einnig unnið við tæknibrellur í stórmyndum á borð við Fantastic Four og Everest.


Jökull Elísabetarson (32) og Garpur Elísabetarson (32):
Tvíburana Jökul og Garp Elísabetarsyni þekkja margir en Jökull hefur getið sér gott orð sem knattspyrnumaður hér á landi og hann varð meðal annars Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu KR árið 2002 og 2003. Garpur er einn færasti kvikmyndaklippari landsins og hefur einnig unnið við tæknibrellur í stórmyndum á borð við Fantastic Four og Everest.

 

Dagur Bergþóruson Eggertsson (43): Dagur Bergþóruson Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík. Dagur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og fyrrverandi varaformaður flokksins. Það eru ekki margir sem átta sig á því að B-ið í nafni Dags stendur fyrir Bergþóruson en hann flaggar nafninu þó sjaldan.

Dagur Bergþóruson Eggertsson (43):
Dagur Bergþóruson Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík. Dagur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og fyrrverandi varaformaður flokksins. Það eru ekki margir sem átta sig á því að B-ið í nafni Dags stendur fyrir Bergþóruson en hann flaggar nafninu þó sjaldan.

 

Jón Guðni Fjóluson (27): Jón Guðni spilar sem atvinnumaður í knattspyrnu með IFK Norrköping í Svíþjóð. Jón Guðni er fæddur á Þorlákshöfn en hann byrjaði meistaraflokksferil sinn með Fram. Hann hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2011 en þessi stóri og stæðilegi varnarmaður hefur verið í kringum landslið Íslands frá árinu 2010.

Jón Guðni Fjóluson (27):
Jón Guðni spilar sem atvinnumaður í knattspyrnu með IFK Norrköping í Svíþjóð. Jón Guðni er fæddur á Þorlákshöfn en hann byrjaði meistaraflokksferil sinn með Fram. Hann hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2011 en þessi stóri og stæðilegi varnarmaður hefur verið í kringum landslið Íslands frá árinu 2010.

 

Örvar Þóreyjarson (38): Örvar Þóreyjarson er einn af stofnendum hljómsveitarinnar Múm. Örvar er vel sjóaður í íslenskum tónlistarbransa en hann hefur verið í hljómsveitum á borð við Singapore Sling, Slowblow og FM Belfast. Múm var stofnuð árið 1997 og hefur verið ein vinsælasta hljómsveit landsins síðustu ár.

Örvar Þóreyjarson (38):
Örvar Þóreyjarson er einn af stofnendum hljómsveitarinnar Múm. Örvar er vel sjóaður í íslenskum tónlistarbransa en hann hefur verið í hljómsveitum á borð við Singapore Sling, Slowblow og FM Belfast. Múm var stofnuð árið 1997 og hefur verið ein vinsælasta hljómsveit landsins síðustu ár.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts