Svanhildur Hjaltadóttir (27) á sér draum:

Svanhildur Hjaltadóttir er ung Suðurnesjamær, sem er lærður förðunar- og naglafræðingur. Hún var að vinna í Bláa Lóninu, en er nú búin að taka sér frí þar til að vinna að markmiði sínu, að komast áfram og „meika“ það í módelbransanum.

Ætlar langt „Það hefur lengi verið draumur minn að komast áfram í módelbransanum og núna er ég að fá mjög góða aðstoð frá bæði Örnu Báru Karlsdóttur og Amandy Ranger og ég er alveg rosalega þakklát fyrir það,“ segir Svanhildur.

Svanhildur tók þátt í módelkeppninni The Arna Karls Shootout sem haldin var í Reykjavík í júlí síðastliðnum, en þar voru 11 módel og ljósmyndarar alls staðar að úr heiminum. „Mér gekk ágætlega þar og svo lærir maður meira á hverjum degi,“ segir Svanhildur.

Eftir þá keppni bauðst henni að taka þátt í keppni hjá Modelmania Magazine. „Ég er eina íslenska stelpan sem er að taka þátt,“ segir Svanhildur.

Módelið sem fær flest „like“ vinnur
Keppnin er módelmyndakeppni sem stendur yfir í allan ágúst og módelið sem fær flest „like“ á sína mynd mun vinna „covermynd“ á vef Modelmania Magazine. Sigur í keppninni opnar á þátttöku í fleiri sambærilegum keppnum og eru flestar þeirra með verðlaun fyrir sigurvegarana.

Það eru þó ekki bara keppnir sem Svanhildi hefur boðist að taka þátt í. „Amandy Ranger er eigandi Unique models og hefur aðstoðað mig mikið og gefið mér góð og hún vill að ég komi út til Kanada að keppa,“ segir Svanhildur. „Rod Bruyette sem vinnur sem grafískur hönnuður fyrir Model Management hefur einnig sett sig í samband við mig og sagt að hann hafi áhuga á að vinna með mér.“

Unnustinn, Hlífar Þór Gíslason, styður hana alla leið. „Hann er kletturinn minn og er tilbúinn til að fara með mér út ef að til þess kemur,“ segir Svanhildur.

Keppnina má finna á Facebook-síðu Modelmania Magazine og hvetur Svanhildur fólk til að líka við myndina sína hér, svo hún standi uppi sem sigurvegari ágústmánaðar.

Svanhildur er á Instagram undir notandanafninu Svana1989.

IMG_9325_pp

Ljósmynd: Þormar Vignir Gunnarsson.

 

13627127_1236392499718418_7903361179933579730_n

MÓDELMYNDIN: Myndin af Svanhildi í keppninni hjá Modelmania Magazine. Þegar þetta er skrifað er hún efst, en vantar fleiri „like“ til að standa uppi sem sigurvegari. Ljósmyndari: Ólafur Harðarson.

13671335_1080523582028090_1875225155_n

HJÁLPARHELLAN: Amandy Ranger vill fá Svanhildi í módelbransann í Kanada.

13770281_10208565124437376_3959627936479753556_n

VINKONUMÓDEL: Svanhildur með Örnu Báru, sem hefur hjálpað henni mikið og veitt henni ráð og aðstoð.

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

Related Posts