Fjölmiðlakonan Svanhildur Hólm hefur víða komið við og er nú aðstoðarkona formanns Sjálfstæðisflokksins og eiginkona sjónvarpsstjörnunnar Loga Bergmann. Hún svarar spurningum vikunnar.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Ég veit það ekki. Einhvern veginn snúast samt ansi margar æskuminningar mínar um mig að klappa einhverjum dýrum.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Bjór.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Stuttur.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Ég er á leiðinni.

HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Ég er lítið fyrir draumóra en hef átt allskonar Peugeot í 19 ár. Geri ráð fyrir að halda því áfram.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Engu.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að verja ævinni með Loga.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Öh… Örugglega eitthvert úrval af hrakfallasögum.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Fyrsti maðurinn sem tók fæðingarorlof.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Ég tárast venjulega hvorki yfir bíómyndum né bókum. Líklegra að það hafi verið eitthvert dýramyndband á YouTube af dýrum að gera eitthvað sjúklega sætt.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Doctor Who. Nánar tiltekið á þvælingi með tíunda doktornum. Hver myndi ekki  vilja það?

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Skólafélagar mínir úr menntó kalla mig stundum Svansý og frændsystkin mín og vinir þeirra Aggý.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Það er ómögulegt að segja, enda eru neyðarleg atvik aðallega fyndin. Ég hef til dæmis stungið mér til sunds og þurft að elta bikiníbuxurnar uppi á eftir, fleytt kerlingar á óléttubumbunni í Kringlunni, eftir að hafa hreinlega dottið um sjálfa mig og svo hef ég líka gengið mjög hressilega á glerhurð í fullri búð af fólki í sömu verslunarmiðstöð, en ég veit ekki hvort neitt af þessu skorar mjög hátt á neyðarlega listanum.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?
6.15 ef ég er að fara í ræktina, annars síðar.

BÍÓ EÐA NIÐURHAL?
Ég nenni yfirleitt ekki að horfa á neitt sem er lengra en 42 mínútur.

ICELANDAIR EÐA WOW?
Bæði. 

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?
Á.

KÓK EÐA PEPSÍ?
Helst hvorugt en kók ef ég verð að velja.

HVAÐ PANTAR ÞÚ Á PIZZUNA?
Ekki pepperoni.

LOPI EÐA FLÍS?
Hvort tveggja.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?
Net.

Related Posts