Sofia Margareta Götschenhjelm Helin (43) heillar alla:

Sjónvarpsþáttaröðin Brúin á sér stóran aðdáendahóp hér á landi. Það er ekki síst aðalleikkonunni Sofi Helin að þakka en aðalpersónan, Saga Norén, er frábær í hennar meðförum. Leikkonan sjálf er ólík lögreglukonunni sérkennilegu, hún er gift og tveggja barna móðir. Hún gekk í gegnum sára lífsreynslu sem hún nýtir í leiklistinni.

skoðar heiminn

MISSTU BARN: Sofia og eiginmaður hennar sem starfar sem prestur eiga saman tvö börn, en þau gengu í gegnum þá erfiðu reynslu að missa barn á meðgöngu.

Leikkonan er gift Daniel Götschenhjelm sem er prestur en stafaði áður sem leikari. Þau hjónin eiga tvö börn, dreng og stúlku, á lífi en gengu í gegnum þá skelfilegu lífsreynslu að missa barn undir lok meðgöngu. Hjarta barnsins hætt að slá og því þurfti leikkonan að fæða andvana barn, reynsla sem ristir djúpt.
Sofia er sænsk og naut velgengni sem leikkona strax við upphaf ferils síns. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir leik sinn og nýtur virðingar sem leikkona. Áður en hún tók að sér hlutverk Sögu Norén hafði hún leikið í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en það var ekki fyrr en hún tók að sér hlutverk í Brúnni að hróður hennar barst utan Svíþjóðar.

ÿØÿà

SÉRSTÖK EN ELSKUÐ: Það er óhætt að segja að persónuleiki Sögu sé sérstakur og hún svo sannarlega ekki allra, engu að síður tekst leikkonunni að ná fram samúð með henni.

Ýmsir halda að andlitslýti sem lögreglukonan Saga Norén er með sé hluti af leikgervi hennar en sú er ekki raunin. Sofia hlaut áverka í andliti við munnvik þegar hún lenti í hjólreiðaslysi einungis 12 ára gömul. Hins vegar hafa handritshöfundar þáttanna leyft því að njóta sín og nýta það sem hluta af dulúðugri persónu Sögu Norén. Óhætt er að segja að Brúin hafi heillað íslenska áhorfendur svo um munar og nánast helgispjöll að trufla áhorfendur þegar Saga og félagar birtast á skjánum og leysa flókin morðmál.

skoðar heiminn

ÞESSI TVÖ: Samstarfsmaður Sögu, hin danski lögreglumaður Martin Rohde, er leikinn af Kim Bodnia. Þau er skemmtilegt par og ólíkar persónur á skjánum.

 

Related Posts