Þátttakendur í keppninni um Miss Universe Iceland 2016 eru nú á fullu í undirbúningi fyrir keppnina, sem haldin verður mánudaginn 12. september næstkomandi í Gamla bíói. Í ár tekur 21 stúlka þátt víðsvegar að af landinu og Séð og Heyrt kynnir hér fyrstu sex keppendur til leiks.

Katrín M. Njarðvík (21)
Katrín er úr Vesturbæ Reykjavíkur, Steingeit og einhleyp.
Aðaláhugamál hennar eru líkamsrækt, að ferðast og syngja.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Þá væri það Beyonce þar sem hún er í miklu uppáhaldi.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Þá fæ ég tækifæri til að sjá heiminn, kynnast nýju fólki og þetta væri tækifæri til að leggja mitt af mörkum til að gera heiminn ef til vill örlítið betri og það mætti segja að gamall æskudraumur væri að rætast því frá því að ég man eftir mér þá hefur mig langaði að taka þátt og vinna svona keppni.“

Katrín

 

Elísa Gróa Steinþórsdóttir (22)
Elísa er Garðbæingur, Fiskur og er í sambandi.
Aðaláhugamál hennar eru dans, leiklist, förðun, tíska, tungumál og að ferðast um heiminn.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Úff, fyrsta nafnið sem mér dettur í hug er Margot Robbie, uppáhaldsleikkonan mín sem ég hef fylgst með í mörg ár.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Sigur í keppninni yrði fyrst og fremst gamall draumur að rætast, en tækifærin sem fylgja því eru svo rosalega stór og mörg að ég get varla ímyndað mér hversu mikið þetta myndi breyta lífi mínu. Þetta myndi hvetja mig áfram til að elta drauma mína og að vera besta útgáfan af sjálfri mér.“
Elísa

Ragnhildur Guðmundsdóttir (21)

Ragnhildur er úr Breiðholtinu í Reykjavík, Vatnsberi og einhleyp.
Aðaláhugamál hennar eru íþróttir, hreyfing, ferðast, syngja og vera í náttúrunni.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Nick Jonas.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Ef ég ynni keppnina myndi það breyta öllu. Ég myndi ferðast um Bandaríkin, kynnast mörgu fólki í fegurðarbransanum og fá ný tækifæri. Tala nú ekki um vinningana. Ég myndi upplifa heilan helling og sjá fullt sem ég myndi annars ekki gera.“

Ragnhildur

Sigrún Eva Ármannsdóttir (23)
Sigrún Eva er frá Akranesi, Naut og einhleyp.
Aðaláhugamál hennar eru ferðalög.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Sir Ian Murray McKellen.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Ég yrði ekki bara ótrúlega glöð heldur yrði þetta svo frábær upplifun! Fullt af tækifærum og stór stökkpallur til að koma mér og mínum skoðunum á framfæri. Held að þetta yrði ekkert nema góð breyting allavega.“

Sigrún Eva

 

Bertha María Waagfjörð (24)
Bertha er úr Grafarvogi, Bogmaður og í sambandi með sjúklega heitum gaur.
Aðaláhugamál hennar eru hestar.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Það er til svo ótrúlega mikið af merkilegu fólki í heiminum sem maður væri til í að hitta en Beyone er klárlega ein af þeim.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Það erfitt að ímynda sér það en það yrði ótrúlega skemmtileg og góð lífreynsla.“

Bertha María

 

Hafdís Clausen (20)
Hafdís er Keflvíkingur, Steingeit og einhleyp.
Aðaláhugamál hennar eru hestaíþróttir, körfubolti, að ferðast og heilbrigður lífsstíll.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Hiklaust Marilyn Monroe.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Það myndi hjálpa mér að vera sú manneskja sem ég vil vera í framtíðinni. Vera sterk rödd kvenna, hjálpa fólki í neyð og vera góð fyrirmynd ungra kvenna.“

Hafdís

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts