Þátttakendur í keppninni um Miss Universe Iceland 2016 voru á fullu í undirbúningi fyrir keppnina sem haldin var mánudaginn 12. september síðastliðinn í Gamla bíói. Í ár tók 21 stúlka þátt víðs vegar að af landinu og má lesa allt um keppnina sjálfa ásamt myndum í nýjasta Séð og Heyrt. Séð og Heyrt kynnti allar stúlkurnar til leiks og hér eru síðustu fimm sem voru kynntar í blaðinu.

14361353_10154237683669584_81110921382521752_o

Andrea Sigurðardóttir (22) Andrea er Kópavogsbúi, Vog og er einhleyp.
Aðaláhugamál hennar eru heilbrigt líferni, dans, söngur og að ferðast.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Angelina Jolie.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Orðlaus en ef sú ósk rætist væri hálfu markmiði náð og þá myndi taka við að byggja upp vettvang til að hjálpa og styrkja þau málefni sem liggja mér á hjarta og að geta verið góð fyrirmynd.“

14362509_10154237683374584_3426931367687320193_o

Árný Rún Helgadóttir (22) Árný Rún er Hvergerðingur, en ber titilinn Miss Universe Selfoss þar sem faðir hennar er frá Selfossi, Sporðdreki og er einhleyp.
Aðaláhugamál hennar eru leiklist og að ferðast um landið og njóta náttúrunnar.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Michelle Obama.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Að vera partur af þessari keppni er búið að vera frábær lífsreynsla hvort sem ég vinn eða ekki. En ef ég myndi vinna þá myndi ég nýta það tækifæri til þess að láta gott af mér leiða.“

14305243_10154237683604584_372637804245347480_o

Þóranna Þórarinsdóttir (27) Þóranna er Reykvíkingur en ber titilinn Miss Universe Vestmannaeyjar, þar sem faðir hennar er frá Vestmannaeyjum, og er Vog.

14289993_10154237683384584_206870197781378636_o

Guðrún Dögg Rúnarsdóttir (25) Guðrún Dögg er frá Akranesi, Vatnsberi og í sambandi.
Aðaláhugamál hennar eru útivera, jóga, dýrin (börnin) hennar og hún elskar að fara í sjósund. Hönnun af öllu tagi hefur alltaf heillað Guðrúnu og þá sérstaklega skartgripahönnun. Guðrún er förðunarfræðingur og nýtur þess virkilega að starfa við það.
Ef þú myndir hitta eina fræga manneskju: „Það eru margir frægir einstaklingar sem ég væri til í að hitta en einstaklingurinn sem kemur fyrst upp í kollinn í fljótu bragði er Angelina Jolie. Flott kona sem lætur gott af sér leiða og nýtir frægðina til þess að vekja athygli á ýmiss konar málefnum, sem mér þykir aðdáunarvert.“
Hvernig myndi það breyta lífi þínu að vinna: „Miss Universe er rosalega flott og umfangsmikil keppni. Það að komast út að keppa í Miss Universe getur opnað svo ótalmargar dyr og skapað ný tækifæri, aldrei að vita hvað það myndi hafa í för með sér.“

14305351_10154237683354584_1086290355731250998_o
Hildur María Leifsdóttir (23)
Hildur María er Kópavogsbúi, Vog og í sambandi.
Aðaláhugamál hennar eru að ferðast, handbolti og snjóbretti.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Margot Robbie.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Það myndi opna margar dyr og mörg tækifæri í lífinu. Ég á mér stóra drauma og mun það klárlega hjálpa mér að koma þeim á framfæri. Ferðast til margra landa, kynnast mismunandi þjóðum og vera hvetjandi og góð fyrirmynd.“

 

MISS UNIVERSE-KEPPNIN
Miss Universe er alþjóðleg fegurðarsamkeppni sem rekin er af Miss Universe-samtökunum. Keppnin er, ásamt Miss World og Miss Earth, þekktasta og sú fegurðarsamkeppni sem fær mesta umfjöllun hér í heimi. Keppnin er haldin í yfir 190 löndum um allan heim og horfir hálfur milljarður manna á keppnina á hverju ári.

Keppnin var upphaflega stofnuð 1952 af fataframleiðandanum Pacific Knitting Mills. Miss Universe Organization gefur aðilum sem óska eftir að halda keppnina leyfi til að halda hana í viðkomandi landi og samþykkir hvernig staðið er að vali keppenda.

Núverandi logo keppninnar: „Kona meðal stjarna“ er frá 1998.

Miss Universe-samtökin hvetja konur til að efla það sjálfsöryggi sem þær búa yfir til að ná bestu eiginleikum sínum fram. Kona með sjálfstraust hefur kraft og öryggi til að gera breytingar, fyrst í eigin umhverfi sem haft getur áhrif á alþjóðavettvangi. Miss Universe hvetur hverja konu til að stíga út fyrir þægindarammann, vera hún sjálf og halda áfram að skilgreina hvað það þýðir að vera með gott sjálfstraust.

 

Séð og Heyrt fylgdist með Miss Universe Iceland 2016.

Related Posts