Þátttakendur í keppninni um Miss Universe Iceland 2016 eru nú á fullu í undirbúningi fyrir keppnina sem haldin verður mánudaginn 12. september næstkomandi í Gamla Bíó.  Í ár tekur 21 stúlka þátt víðs vegar að af landinu. Séð og Heyrt hefur þegar kynnt fyrstu sex keppendur til leiks og hér kynnum við næstu fimm.

 

Inga María Eyjólfsdóttir (25)
Inga María er Hafnfirðingur, Ljón og einhleyp.
Aðaláhugamál hennar er fólk.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Tja, væri til í að hitta Donald Trump og fá hann til að hætta þessari vitleysu, annars tæki ég Kate Winslet með mér í fallturninn, held það væri virkilega gaman.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Á allan hátt. Titillinn sem fylgir sigrinum er í raun eins og spennandi starfstitill sem krefst mikils tíma, dugnaðar og stefnufestu. Þetta yrði eitt stórt ævintýri, ég fengi að kynnast fólki sem ég annars myndi ekki hitta, heimsækja staði sem ég hefði annars ekki heimsótt og gera hluti sem einskorðast við það að vera Miss Universe Iceland.“

Inga María

 

Sóley Auður Mímisdóttir (24)
Sóley Auður er Garðbæingur, Meyja og í sambandi.
Aðaláhugamál hennar er að njóta litlu hlutanna í daglegu lífi, hreyfing og heilsa, vera með fjölskyldu og vinum og margt fleira.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Ég er ótrúlega lítið að fylgjast með frægu fólki á miðlunum og veit yfirleitt ekkert um hvaða fræga fólk vinkonur mínar eru að tala eða hvað er að gerast hjá Kim Kardashian. Það getur alveg orðið hálfvandæðalegt þegar ég veit ekkert hvað þessi eða hinn frægi leikari heitir! En í fljótu bragði væri ég til í að hitta Stefani Joanne Angelinu Germanotta eða Lady Gaga því ég held að hún sé mjög sérstök og væri gaman að spjalla við hana. Gæti mögulega fengið tískuráð frá henni.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Ég mun vonandi geta látið gott af mér leiða og verið góð fyrirmynd. Ég myndi nýta mér titilinn til góðs og vekja athygli á málefnum sem þurfa á því að halda.“

Sóley Auður

Herdís Birta Bragadóttir (18)
Herdís Birta býr á Seltjarnarnesi, er Bogmaður og í sambandi.
Aðaláhugamál hennar er CrossFit.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Beyoncé.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Ég sé fyrir mér að ég myndi ferðast meira erlendis, fá að kynnast menningu annarra landa, mynda tengsl við fólk frá öllum heimshornum og fá að vera hluti af góðgerðarstarfi erlendis. Að vinna svona stóra keppni opnar marga möguleika bæði hvað varðar atvinnu, að láta gott af sér leiða og að þroskast sem einstaklingur.“

Herdís Birta

María Björk Einarsdóttir (22)
María Björk er Reykvíkingur, Fiskur og einhleyp.
Aðaláhugamál hennar er dans.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Angelinu Jolie, finnst hún vera mikil fyrirmynd.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Ég myndi allavega byrja á því að breyta Twitter-nafninu mínu.“
María

 

Sóley Ólöf Rún Guðmarsdóttir (18)
Sóley Ólöf er Reykvíkingur, Meyja og í sambandi.
Aðaláhugamál hennar eru að ferðast, söngur, tíska og förðun.
Ef þú myndir fá að hitta eina fræga manneskju: „Barack Obama eða Beyoncé.“
Hvernig mun það breyta lífi þínu ef þú vinnur: „Tja. Ég bókstaflega þarf að breyta öllu. Maður þarf að leggja áherslu á allt öðruvísi hluti, hliðra til og hvað þá mest plönin sem maður var búin að setja munu að öllum líkindum þurfa að bíða betri tíma.“
Sóley Ólöf

Nýjasta tölublað Séð og Heyrt komið á alla sölustaði.

 

Related Posts