Mismæli geta vissulega verið vandræðaleg en yfirleitt eru þau skemmtileg. Í útvarpinu heyrist sitt af hverju og hér koma nokkur dæmi:

 

Á sjöunda áratug síðustu aldar heyrðist þetta í útvarpi allra landsmanna:

„Foreldrakjöt, foreldrakjöt, afsakið, folaldakjöt, folaldakjöt …“

 

Fyrir um þrjátíu árum hrekkti Þorgeir Ástvaldsson þul hjá Ríkisútvarpinu sem spurði hann hvernig bera ætti fram Culture Club … með eftirfarandi afleiðingum:

„Þetta voru Boy George og „Súltúr slúbb-sveitin“ sem …“

 

Á gömlu, góðu Aðalstöðinni ruglaðist útvarpsmaðurinn hrikalega þegar hann ætlaði að kynna sérlega rómantískt lag og á endanum skellti hann laginu á án þess að geta leiðrétt sig:

„Nú er það rómantíkin sem ríður rækjum … rí … ræ … rí … nei …“

 

Þetta heyrðist í útvarpi í febrúar 2011:

„Rifsberjasýning, … nei, afsakið, risa-jeppasýning um helgina! Toyota.“

 

Þessar tvær auglýsingar heyrðust líka:

„Síma-slæða í óskilum … afsakið … síamslæða í óskilum …“

„Ístru-flanir …“ (Þulur ætlaði að segja ís-truflanir)

Related Posts