Sakar móðurina um að hafa svikið af sér fé:

Það er lítið um heimilisfrið hjá Barton fjölskyldunni þessa dagana. Hin 29 ára gamla leikkona Mischa Barton er komin í mál við móður sína og sakar hana m.a. um að hafa svikið af sér fé og nýtt sér hana efnahagslega þegar hún var barnastjarna. Móðirin, Nuala Barton, telur þessa málshöfðun vera fáránlega.

Nuala er fyrrum umboðsmaður dóttur sinnar og gengdi því starfi frá því að Mischa var 8 ára og þar til nýlega. Mischa varð fræg fyrir hlutverk sitt sem Marissa Cooper í sjónvarpsþáttunum The O.C. þá aðeins 17 ára gömul. Á ýmsu hefur gengið í lífi Mischa síðan og hún hefur fengið fá bitastæð hlutverk á síðustu árum.

Málið er rekið fyrir dómstóli í Los Angeles og í málskjölunum kemur m.a. fram að Mischa segir móður sína gráðuga. „Hún (móðirin) nýtti sér ferill dóttur sinnar sér til efnahagsleg ávinnings,“ segir í skjölunum en þar er Nuala sökuð um að hafa tekið í eigin þágu stærstan hlut af tekjum Mischa fyrir hlutverk leikkonunnar í ýmsum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum þegar Mischa var barnastjarna.

Talsmaður Nuala segir að þessar ásakanir séu fáránlegar og að Nuala sé með böggum hildar vegna þeirra.

 

Related Posts