Stelpurnar okkar í kvennaboltanum í knattspyrnu hafa vakið heimsathygli fyrir leikni sína, færni og fjölda sigra á síðustu árum. Þær hafa sannað sig í hörðum heimi fótboltans, skipað sér í fremstu röð á heimsvísu og orðið stolt íslensku þjóðarinnar.

En kvennaboltinn líður fyrir það að konurnar leika á forsendum karla; þær eru í eins búningum, leika á sömu völlum, sem eru í raun of stórir fyrir þær, og mörkin eru líka of stór.

Alþjóðasamtök fótboltans, FIFA, ættu að taka málið upp og skoða breytingar sem gera mætti til að auka enn hróður kvennaboltans. Það myndi mýkja ásýnd kvennaboltans ef keppendur tækju upp búninga líka þeim sem konur nota í tennis; vera í stuttpilsum í stað stuttbuxna sem strákarnir hafa alltaf notað. Þá ætti að minnka völlinn eilítið til að fá meiri hraða í leikinn og síðast en ekki síst, minnka mörkin um 20 prósent eða svo þannig að markverðir hefðu raunhæfa möguleika á að dekka markið allt.

Sannanlega er jafnrétti kynjanna hafið yfir allan vafa en konur eiga að gera hlutina á eigin forsendum en ekki karlanna sem því miður hefur verið venjan allt of lengi og allt of víða.

Ekki má taka þessum tillögum sem svo að verið sé að tala niður til kvenna því þannig er því alls ekki farið. Það er verið að gera tillögur til úrbóta sem aukið gætu vinsældir kvennaboltans til muna, dregið að fleiri áhorfendur og bætt um leið í tekjur af sjónvarpsrétti sem er helsta tekjulind fótboltans um víða eir’kur j—nssonveröld.

Ekki síst myndi þetta gera kvennaboltann skemmtilegri og um leið lífið allt, eins og Séð og Heyrt gerir í hverri viku.

Eiríkur Jónsson

Related Posts