Er að ná sér á strik eftir sambandsslit:

Poppstjarnan Miley Cyrus er að ná sér á strik eftir að sambandi hennar og Patrick Schwarzenegger lauk fyrir skömmu. Hún kyssir eða fer í sleik við alla sem hún kemur nálægt þessa dagana að því er segir á vefsíðunni TMZ.

Á vefsíðunni segir að í veislu í Los Angels í vikulokin hafi Cyrus rekið tunguna upp í m.a. fyrirsætuna Frankie Ryder og tískuljósmyndarann Mert Alas. Jafnvel ofurfyrirsætan Clara Delevingne notaði tækifærið og fór í snöggan sleik með Cyrus.

VINKONUR: Clara Delevingne huggar Cyrus í veislunni en skömmu síðar voru þær komnar í sleik.

VINKONUR: Clara Delevingne huggar Cyrus í veislunni en skömmu síðar voru þær komnar í sleik.

Munnur Miley er á fullu við að vinna upp tapaðan tíma”, segir á TMZ.

Related Posts