Alda Coco (27) dreymir um Playboy:

Alda Guðrún Jónasdóttir, betur þekkt sem Alda Coco, á sér þann draum heitastann að prýða forsíðu Playboy tímaritsins. Alda hefur verið dugleg að koma sér á framfæri og Playboydraumur hennar gæti nú ræst eftir að útsendari Hugh Hefners, Playboy alráðanda, fór að hitta hana á Selfossi

ÞJÓNUSTUSTÚLKAN: Alda starfar sem þjónustustúlka á veitingastaðnum Surf and Turf og í hádeginu er vart stætt þar inni vegna gríðarlegra aðsóknar, að hluta til vegna aðdráttarafls ungfrú Coco.

ÞJÓNUSTUSTÚLKAN: Alda starfar sem þjónustustúlka á veitingastaðnum Surf and Turf og í hádeginu er vart stætt þar inni vegna gríðarlegra aðsóknar, að hluta til vegna aðdráttarafls ungfrú Coco.

Sá mig á Facebook „Hann sagðist hafa séð mig á síðunni minni á Facebook og svo var einhver hér heima sem á víst að hafa bent honum á mig, ég veit ekkert hver það er samt. Hann er svona útgefandi fyrir Hugh Hefner og ég er að fara að hitta hann ásamt nokkrum mönnum frá Miami. Ég ætla að sýna þeim miðbæinn og spjalla við hann. Ég náði eiginlega ekkert að tala við hann þegar hann kom, hann mætti bara á veitingastaðinn þar sem ég vinn og spurði hvað ég héti og þegar ég sagðist heita Alda þá sagðist hann geta giskað á eftirnafnið, Coco, hann hafði sem sagt séð mig á Facebook og leist vel á mig. Ég hefði ekki trúað þessu nema því að hann er hérna ásamt vinum sínum frá Miami sem eru allt stórir kallar, þeir eru hérna í fríi saman og skemmtilegt að hann hafi rekist á mig,“ segir Alda spennt.

Playboy er toppurinn

„Í þessum glamúrmódelbransa þá er Playboy toppurinn. Það er sambærilegt fyrir tískufyrirsætu að komast í Vouge. Fólk lítur stundum smá hornauga á þetta þegar það heyri orðið Playboy, þá hugsar það alltaf um klám en þetta er ekkert klám, þetta er mjög „klassý“. Ég myndi aldrei taka þátt í einhverju klámi, það er ekki mitt. Ég lít mikið upp til Pamelu Anderson, Anna Nicole Smith og svo auðvitað Ásdísar Ránar. Þessi gæi er líka útgefandi fyrir Playboy í Bandaríkjunum og það hefur alltaf verið markmiðið, ég nenni ekki hinu. Það geta allir farið til Mexíkó og komist í Playboy þar,“ segir Alda og bætir við að gæti verið skemmtileg lífsreynsla að búa á Playboy setrinu.

GLÆSILEG: Alda er svo sannarlega glæsileg og þarf engan að undra að útsendari frá Playboy hafi haft samband við hana.

GLÆSILEG: Alda er svo sannarlega glæsileg og þarf engan að undra að útsendari frá Playboy hafi haft samband við hana.

„Ég væri alveg til í að vera „Playmate“ og búa á setrinu hans Hugh Hefner, það væri örugglega mjög gaman. Ég held ég myndi ekki vilja vera kærasta hans samt, ég er móðir þannig að það gæti hentað illa að eiga heima þarna en ég á góðan barnsfaðir sem gæti hjálpað til. Ég er samt spenntari fyrir að fá svona myndaþátt í blaðinu eins og Pamela Anderson gerði á sínum tíma.“

Mikilvægt að vera ljóshærð með sílikon brjóst

SEIÐANDI: Öldu dreymir um að sitja fyrir á síðum Playboy.

SEIÐANDI: Öldu dreymir um að sitja fyrir á síðum Playboy.

„Það er í raun mjög mikilvægt að vera ljóshærð með sílikon brjóst. Hugh Hefner hefur alltaf heillast af ljóshærðum konum með stór brjóst þannig að það er klárlega kostur,“ segir Alda og bætir við að hún sé búin að fá mikið af verkefnum á borðið.

„Það er ljósmyndari frá Indlandi sem hafði samband við mig en það er soldið langt að fara og getur verið hættulegt þannig að ég veit ekki alveg hvort ég geri það. Svo er njósnari frá Elite búinn að vera í sambandi við mig en ég veit ekki alveg hvort það sé fyrir mig.“

 

Veit hvað karlmenn vilja

„Ég er búin að vera dugleg í ræktinni núna upp á síðkastið. Það er meðal annars fyrir Playboy drauminn. Ég er að sitja mikið fyrir og það er ætlast til þess að maður sé í góðu formi og að myndin líti sem best út. Ég mæti í ræktina alla virka daga en tek mér frí um helgar. Ég fer stundum tvisvar á dag, fer bara eftir því í hvernig stuði ég er. Ég er mest í brennsluæfingum til að halda líkamanum stinnum og flottum.“

ÁTRÚNAÐARGOÐ: Alda segist líta mikið upp til glamúrpíunnar Pamelu Anderson. Hún á sér þann draum heitastann að endurgera myndaþátt Pamelu hjá Playboy.

ÁTRÚNAÐARGOÐ: Alda segist líta mikið upp til glamúrpíunnar Pamelu Anderson. Hún á sér þann draum heitastann að endurgera myndaþátt Pamelu hjá Playboy.

„Mér var boðið að vera með í „Fashion week“ í París. Það hafði kona samband við mig frá Elite og bauð mér að vera með. Ég er búin að gúggla hana og sjá að þetta er alveg pottþétt, þetta er ekkert djók. Hún er líka búin að nefna upphæðir og ég myndi fá 3-6 þúsund evrur fyrir vikustarf þannig að kannski tek ég þetta bara. Ég er samt ekki þetta týpíska tískumódel. Ég er ekki nema 169 cm þannig að ég er ekki með þennan vöxt. Þær eru allar grindhoraðar, með engan rass, engin brjóst og engar mjaðmir. Ég legg mikla áherslu á að vera með línur enda veit ég hvað karlmenn vilja,“ segir Alda og hlær.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts