Elín Haraldsdóttir (46), fyrrverandi eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar (47):

Það vakti athygli þegar Guðni Th. kynnti framboð sitt að fyrrverandi eiginkona hans var á staðnum og lýsti yfir fullum stuðningi við framboð hans, það segi það sem segja þyrfti um manninn. Þau eiga eina dóttur saman og þykir enn mjög vænt um hvort annað.

SPRÆKAR MÆGÐUR: Mæðgurnar eru samrýndar í stuðningi sínum við Guðna í framboðinu.

SPRÆKAR MÆGÐUR:
Mæðgurnar eru samrýndar í stuðningi sínum við Guðna í framboðinu.

Vinir að eilífu  „Mér líst frábærlega á framboð Guðna og það kemur mér ekki á óvart. Ég var sjálf byrjuð að nefna þetta við hann í janúar því ég veit að hann yrði mjög góður forseti. Við höfum þekkst frá árinu 1991 en við kynntumst þegar við unnum saman í Pennanum,“ segir Elín. „Guðni var þá í námi í Bretlandi en kom heim og vann í Pennanum í jólafríinu. Okkur varð fljótlega vel til vina og við byrjuðum síðan að vera saman haustið eftir það. Í framhaldinu fórum við í sambúð og vorum saman í sex ár í það heila. Við giftum okkur með pomp og pragt en hjónabandið stóð bara yfir rúmlega ár.“

STUÐNINGSMAÐUR #1: Elín styður Guðna með ráðum og dáð og nefndi fyrst við hann í janúar hvort hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til forseta.

STUÐNINGSMAÐUR #1:
Elín styður Guðna með ráðum og dáð og nefndi fyrst við hann í janúar hvort hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til forseta.

Halda góðu sambandi

Þau Elín og Guðni eignuðust dótturina Rut árið 1994. Þau skildu árið 1996, eða fyrir 20 árum. Þau fundu bæði maka á ný og Elín hefur eignast tvö börn en Guðni fjögur frá því leiðir þeira skildu.

FALLEG FJÖLSKYLDA: Elín, Guðni og Rut voru falleg lítil fjölskylda áður en hjónin skildu.

FALLEG FJÖLSKYLDA:
Elín, Guðni og Rut voru falleg lítil fjölskylda áður en hjónin skildu.

„Við skildum í mjög mikilli vinsemd og höldum góðu sambandi. Guðni missti pabba sinn þegar hann var unglingur og ég er sjálf skilnaðarbarn. Við ákváðum því að þótt við ætluðum ekki að vera hjón að þá ætluðum við alltaf að vera foreldrar og höfum alla tíð reynt að standa okkur vel gagnvart Rut og vera samhent í uppeldinu. Við erum bæði svo heppin að okkar seinni makar tóku henni mjög vel og þeirra fjölskyldur líka. Þetta er kannski bara svona ekta íslenskt þar sem fjölskyldan er samsett af allskonar fólki og allir eru vinir.“

En af hverju skilur kona við svona góðan mann?
„Við vorum kannski bara of ung og fórum hraðar en við réðum við eða eitthvað þvíumlíkt. Það er erfitt að koma með einhverjar skýringar á því 20 árum síðar,“ segir Elín.

 

ALLIR Á NESIÐ: Rut býr í móðurhúsum á Álftanesi og vonast til að pabbi sinn flytji í nágrennið.

ALLIR Á NESIÐ:
Rut býr í móðurhúsum á Álftanesi og vonast til að pabbi sinn flytji í nágrennið.

Guðni er ekki gallalaus

Hverja myndir þú telja helstu kosti Guðna?

„Hann er mjög yfirvegaður og seinþreyttur til vandræða. Guðni er jarðbundinn og réttsýnn og svo er hann mjög skemmtilegur. Hann hefur mikinn húmor og ég hef ekki trú á að það eigi neitt eftir að breystast þó að hann verði forseti. Ég held að hann hafi svo margt til að bera til að verða góður forseti. Það fer enginn fullkominn inn í þetta starf en ég er sannfærð um að hann gæti orðið frábær í því.

Elínu finnst erfitt að finna einhverja galla á Guðna. „Hann er ótrúlega heilsteyptur maður en ekki gallalaus frekar en aðrir,“ segir hún. „Við umgöngumst ekki hvort annað daglega þannig að ég get ekki bent á neitt ákveðið. Það er alltaf yndislegt að hitta hann og við erum miklir vinir. Okkur þykir enn vænt um hvort annað eins og vinum og ég styð hann af heilum hug í komandi kosningum.

SKEMMTU SÉR VEL: Bræðurnir Guðni Thorlacius, Patrekur og Jónannes Ólafur skemmtu sér vel í stúdentveislu Rutar.

SKEMMTU SÉR VEL:
Bræðurnir Guðni Thorlacius, Patrekur og Jóhannes Ólafur skemmtu sér vel í stúdentveislu Rutar.

Rut, dóttir Guðna og Elínar, er ánægð með ákvörðun föður síns. „Henni líst mjög vel á framboðið og er ákaflega stolt af pabba sínum,“ segir Elín. „Hún er verður 22 ára í sumar og er að skrifa BS- ritgerðina sína í sálfræði. Hún er við nám í Háskóla Íslands í sálfræði og ritlist og gengur bara vel.“

Sjálf er Elín bæði viðskiptafræðingur og leirlistamaður. „Ég tók U-beygju frá viðskipafræðinni og líður miklu betur í keramíkinu. Ég er með vinnustofu heima og bý mest til muni úr postulíni.“

Hreinn og beinn

Ertu bjartsýn á gengi Guðna?
„Ég er hóflega bjartsýn en þessar nýjustu skoðanakannanir voru ótrúlegar. Það er langt í kosningar og maður tekur þessu því bara af mikilli ró. Ég yrði mjög undrandi ef þetta yrði niðurstaða kosningana. Kosningabaráttan er bara rétt að byrja en ég er mjög bjartsýn fyrir hans hönd.“

PATTARALEGUR PABBI: Guðni var pattaralegri þegar hann var yngri en kílóin runnu af honum eftir að hann fór að hlaupa.

PATTARALEGUR PABBI:
Guðni var pattaralegri þegar hann var yngri en kílóin runnu af honum eftir að hann fór að hlaupa.

Kemur þessi mikli meðbyr þér á óvart?
„Það kemur mér ekki á óvart að Guðni fái mikinn meðbyr því mér finnst það sem hann er að segja eiga svo mikið erindi við þjóðina. Alls staðar sem ég kem og tala um hann finnst mér allir vera svo jákvæðir. Að því leytinu til hefur meðbyrinn ekki komið mér á óvart.“

Hvað sýnist þér fólk vera hrifnast af í hans fari?
Hann er jákvæður og bjartsýnn og virkar heiðarlegur og hreinn og beinn. Mér finnst fólk vera hrifið af því. Hann er ekki fulltrúi fyrir ákveðnar kreðsur eða pólitísk öfl. Hann virkar bara eins og venjulegur maður sem langar til að láta gott af sér leiða en hefur samt svo margt gott til brunns að bera.“

LEIRLISTAKONA: Elín er leirlistakona og býr til fallega muni úr postulíni sem vakið hafa athygli víða.

LEIRLISTAKONA:
Elín er leirlistakona og býr til fallega muni úr postulíni sem vakið hafa athygli víða.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts