Árni Már Jensson (56) er maður tveggja heima:

Árni Már starfar í fjármálaheiminum í Zurich og hefur búið til skiptis í Sviss og í Karíbahafinu síðustu ár. Hann var áberandi í viðskiptalífinu á Íslandi og hefur lengi starfað við verslunarrekstur og annan fyrirtækjarekstur. En hann á sér aðra hlið sem er ólík hinni, Árni Már hefur starfað sem lækningamiðill í tæp tuttugu ár og er eftirsóttur sem slíkur. Hann á ekki langt að sækja miðilshæfileikanna en amma hans Ragnhildur Ólöf Gottskálksdóttir starfaði sem miðill og var vel þekkt fyrir það starf.

Kærleikur „Ég skildi aldrei af hverju ég fékk þessa gjöf, ég var ekki viss hvort að ég ætti það skilið. Ég var nú baldinn sem unglingur og átti það til að koma mér í ýmis vandræði og því þvældist það fyrir mér hvers vegna ég fékk þessa náðargjöf. Ég leitaði svara hjá almættinu og fékk þá skýringu að ég hafði gengið í gegnum nóg og væri því tilbúinn til að veita öðrum hjálp og starfa í kærleika,“ segir Árni Már hæverskur.

 

SH1506233101_003

MÁTTUR BÆNARINNAR: Árni Már hefur mikla trú á bænum og hefur beðið reglulega frá því að hann var barn

árni

Á FRAMANDI SLÓÐUM: „Við Magali þegar allt lék í lyndi, hér erum við í Puerto Rico að leika okkur í sólinni.“

 

Árni Már er lækningamiðill, hann sinnir sjúkum og þurfandi er bæði með fyrirbænir, skyggnilýsingar, röntgenskyggni og heilun. Hann starfar hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands og er þegar orðinn þétt bókaður þrátt fyrir að vera staddur hér í fríi.

 

Kvöldgestur Jónasar

„Á sínum tíma starfaði ég við fiskútflutning og var mikið í Portúgal en það var einmitt þar sem ég að ég varð var við opnun á miðilshæfileikunum. Ég sá mynd við gagnaugað sem var eins og átta millimetra filma af atburðum sem gerðust svo tveimur árum seinna. Þetta stóð ljóslifandi fyrir mér, ég velti því fyrir mér hvað þetta ætti nú allt að þýða. En vissi fyrst ekki hvað ég átti að gera við þetta en Jónas Jónasson útvarpsmaður var mikill örlagavaldur í mínu lífi. Hann hafði samband við mig og sagðist hafa heyrt af því að fyrirbænir mínar hafi hjálpað fólki. Ég hef alltaf beðið og það var mér tamt, ég hef mikla trú á mætti bænarinnar og hef í gegnum árin beðið fyrir þeim sem ég tel þurfa aðstoð. Jónas fékk mig sem kvöldgest og þar ýtti hann þessu út. Eftir þáttinn var ekki aftur snúið, ég fékk fjölda fyrirspurna og hóf störf sem læknamiðill.“

SH1506233101_004

FÆR ORKU ÚR NÁTTÚRUNNI: Árni Már leitar að kyrrð í náttúrunni og segir hana fylla sig orku, hann sækir kraft í vatni og hefur síðustu ár æft sig á brimbretti.

Sjö dagar, sjö dagar

„Ég skil vel að einhverjir efist um það sem ég geri, en ég hef séð svo margt ótrúlegt sem á sér ekki neinar rökréttar skýringar. Eitt sinn var ég kallaður að dánarbeði ungrar konu sem ég hafði sinnt áður, en hún var að skilja við og ættingjar og prestur mætt til að kveðja. Sem ég geng inn í sjúkrastofuna heyri ég rödd í höfðinu sem segir við mig sjö dagar, sjö dagar. Ég áttaði mig á því að hennar stund væri ekki komin. Ég gekk til hennar, hvíslaði í eyra hennar og við það kom hún upp úr dái og var eins og ekkert væri að. Það sló þögn á hópinn en vissulega voru ættingjarnir fegnir því að fá hana til baka. Ástand sem þetta nefnist helfró og læknisfræðin kann enga skýringu á, en er þekkt og lýsir sér þannig að verkir hverfa og hugsun sjúklingsins er skýr. Konan lést á sjöunda degi eftir þetta en hafði fengið tækifæri til að ganga frá málum barna sinna sem hún hafði ekki náð að gera áður en hún fór í dá. Það er svo margt í þessum heimi sem við getum ekki útskýrt og þurfum jafnvel ekki að gera. Það eru ekki til kenningar um allt og við megum ekki gleyma því að eitt sinn trúðu menn því að jörðin væri flöt.“

miðill

ÁRNARNIR TVEIR: Árni Már á uppkomin börn og er orðinn afi, hér er hann á góðri stundu með nafna sínum í Berlín.

 Limbó ástarinnar

 

„Ég hef verið erlendis síðustu ár, ég bý í Sviss og líkar ákaflega vel þar, en ástin dró mig á sínum tíma í Karíbahafið því fyrrverandi kærastan mín er þaðan. Ég hef verið að æfa mig á brimbretti og gengur ágætlega í því. Við Magali, vinkona mín, erum ekki lengur saman, ég er að hugsa hvað taki við, ég geri ráð fyrir að fara aftur út til Sviss, en ástin er limbó og aldrei að vita hvert hún fer með mann. Ég er hamingjusamur maður og kýs að njóta þess einfalda í lífinu því það gefur meiri gleði en glingur og veraldlegir hlutir,“ segir Árni Már sem er sannanlega maður tveggja heima.

árni

EKKI LENGUR SAMAN: Árni og vinkona hans, Magali, voru par í nokkur ár en leiðir þeirra liggja ekki lengur saman.

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

Related Posts