Billy_elliot

VINSÆL: Miðar á Billy Elliot rjúka út eins og heitar lummur

Allt ætlaði um koll að keyra þegar að forsala miða á Billy Elliot hófst í morgun í Borgarleikhúsinu. Á hádegi höfðu yfir 10 þúsund leikhúsgestir tryggt sér miða. Æfingar eru að ná hámarki þar sem einungis rétt rúmur mánuður er í frumsýningu. Borgarleikhúsið hefur ekki undan að anna eftirspurn og er því verið að útveiga fleira starfsfólk í miðasölu leikhússins.

„Þetta er eiginlega fyrst raunverulegt núna að þetta sé að fara að bresta á, sérstaklega þegar maður sér hvað það er mikill áhugi á sýningunni. Það er smá fiðringur í maganum svona blanda af stressi og spennu yfir því að sjá þetta lifna við á sviðinu,” segir Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri.

Related Posts